Til foreldra og forráðamanna tilvonandi fermingarbarna.
Vegna nýrra samkomutakmarkanna þykir okkur ekki samfélagslega ábyrgt að halda áfram/byrja með fræðsluna með þeim hætti sem lagt var upp með á þessum tímapunkti.
Við fengum í þessari viku svar frá heilbrigðisráðuneytinu á þá leið að fermingarfræðslan falli undir sömu takmarkanir og í grunnskólum en þar sem við erum að blanda saman börnum úr ólíkum skólum og staðan á smitum í samfélaginu er jafn slæm og raun ber vitni væri það óábyrgt að halda óbreyttu plani.
Við erum á fullri ferð við að skipuleggja næstu skref fyrir staðkennsluna sem átti að hefjast á sunnudaginn og tímana á virkum dögum og sendum á ykkur um leið og það er komið. Núna erum við að skoða fjarkennslu ásamt heimaverkefnum og í versta falli frestun á tímum meðan við vinnum nýjar áætlanir.
Til að tryggja gott upplýsingaflæði hvetjum við ykkur til að virkja aðgang ykkar að Sportabler og athuga hvort netföng séu rétt skráð. Einnig bendum við á að við erum með Facebook hóp fyrir foreldra og forráðamenn þar sem við deilum einnig öllum helstu upplýsingum.