Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming í Salnum Kópavogi

Í fyrsta sinn voru haldnar borgaralegar fermingar í Salnum, Kópavogi sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn.  Í fyrri athöfninni fermdust 29 ungmenni og 26 í þeirri síðari. Ákaflega vel þótti takast til og ánægja var með ávarp Sólrúnar Ólínu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings til barnanna.

Líklegt er að það verði haldið áfram með borgaralega fermingu í Salnum Kópavogi og ef að aðsókn sprengir af sér tvær afthafnir á næsta ári þarf að fjölga þeim.

Hér fara nokkrar myndir frá fyrri athöfninni.

 

Það var Sigrún Valbergsdóttir sem stýrði henni og Jóhann Björnsson kennari afhenti börnunum viðurkenningarskjölin.

 

Til baka í yfirlit