Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming á Akureyri

Vegna metþátttöku í borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár hefur verið ákveðið að halda sérstakt undirbúningsnámsskeið á Akureyri fyrir þá sem þar búa. Undanfarin ár hefur Siðmennt haldið helgarnámskeið í Reykjavík fyrir þátttakendur út á landi en nú verður helmingur helgarnámsskeiðsins haldinn á Akureyri. Þetta þýðir að þátttakendur utan að landi þurfa að ferðast minna en ella. 130 hafa skráð sig til þátttöku í borgaralegri fermingu í ár og er það 40% aukning frá því í fyrra.


Þetta er í fyrsta sinn sem undirbúningsnámskeið er haldið bæði í Reykjavík og á Akureyri. Siðmennt stefnir að því að bjóða upp á slík námsskeið hér eftir á Akureyri og síðar meir á öðrum stöðum á landinu eftir því sem þörf og áhugi fyrir slíkan valkost eykst.

Til baka í yfirlit