Opnað hefur verið fyrir skráningar í borgaralega fermingu Siðmenntar 2021 . Smellið á hnappinn hér að ofan til að opna skráningarformið.
Gjaldskráin helst að mestu óbreytt á milli ára, og sem fyrr leggjum við áherslu á að félagar í Siðmennt njóti ríkulegra afsláttarkjara. Hægt er að skrá sig í Siðmennt á vefsíðu Þjóðskrár í örfáum einföldum og þægilegum skrefum.
Allar nánari upplýsingar um fermingarnar 2021 má lesa á upplýsingasíðu BF 2021 hér.
Eftirfarandi dagsetningar fyrir árið 2021 hafa verið staðfestar:
– Reykjavík 21. og 28. mars í Háskólabíói kl. 10, 12 og 14
– Reykjanesbær 11. apríl kl. 14 í FS
– Selfoss 11. apríl kl. 14 í FSU
– Akranes 18. apríl kl. 13 í Tónlistarskólanum Tónbergi
– Akureyri 5. júní kl. 13 í Háskólanum á Akureyri
Gjaldskrá BF 2021
Námskeið: 30.000
Athafnargjald: 15.000
Samtals: 45.000
Veittur er 25% systkinaafsláttur. Sömuleiðis er veittur 10.000 króna afsláttur ef foreldri/forráðamaður er í Siðmennt, per foreldri/forráðamann (að hámarki 20.000 per barn).
Einnig er hægt að fá svokallaða heimafermingu kostar sú athöfn 15.000 krónur aukalega – og mögulegt akstursgjald ef athöfnin er utan heimasvæðis athafnarstjóra.