Bókin sem við höfum beðið eftir allt árið, Um húmanisma, er nú komin út og er til sölu í helsu bókaverslunum. Bókin er gefin út frá bókaútgáfunni Ormstungu í samvinnu við Siðmennt, sem hafði frumkvæði af útgáfunni.
Um húmanisma, er eftir enska heimspekiprófessorinn Richard J. Norman og er hún djúpstæður vitnisburður um húmanisma nútímans. Richard Norman er heiðursprófessor í heimspekilegri siðfræði við háskólann í Kent. Þá er hann varaforseti bresku húmanistasamtakanna, British Humanist Association.
Það hefur lengi staðið til að gefa út bók sem gæfi íslenskum lesendum vandaða innsýn í húmanismann (manngildishyggju, mannhyggju) og í þeirri leit bentu norsku samtökin Bjarna Jónssyni varaformanni Siðmenntar á þessa bók sem þeir höfðu þýtt og gefið út nýlega. Hún þótti vera vandlega skrifuð og sýna hófsemd og gott jafnvægi í þeim siðferðislegu álitamálum og meðferð hugtaka tengdri þeirri heimspekilegu umræðu sem í henni er.
Richard Norman segir um húmanismann:
„Veraldlegur húmanismi er sú útgáfa húmanismans sem ég set fram og held upp vörnum fyrir í þessri bók – húmanismi sem kemur í stað trúarbragða eða trúar.“
Jóhann Björnsson, kennari, heimspekingur og stjórnarmaður í Siðmennt, skrifar formála. Þýðandi er Reynir Harðarson. Umsjón með útgáfu: Gísli Már Gíslason bókaútgefandi hjá Ormstungu. Yfirlestur: Gísli Már Gíslason og Svanur Sigurbjörnsson. Þýdd var önnur útgáfa bókarinnar en í þeirri útgáfu bætti höfundur við 6. kaflanum.
Bókin er 203 blaðsíður og skiptist í eftirfarandi kafla:
1. Inngangur
2. Ástæða þess að vísindi grafa undan trúarbrögðum
3. Hvað er svona sérstakt við manneskjur?
4. Siðferði í guðlausum heimi
5. Merking lífsins og þörfin fyrir sögur
6. „Deilan um Guð“: Blindgata eða samræður?
1. Inngangur
2. Ástæða þess að vísindi grafa undan trúarbrögðum
3. Hvað er svona sérstakt við manneskjur?
4. Siðferði í guðlausum heimi
5. Merking lífsins og þörfin fyrir sögur
6. „Deilan um Guð“: Blindgata eða samræður?
Í öðrum kafla er farið yfir þær rökfærslur sem liggja að baki þeirri skoðun veraldlegra húmanista að engar sönnur hafi verið færðar fyrir tilvist guðs eða annarra æðri vera. Einnig er fjallað um mikilvægi þróunarkenningarinnar.
Í þriðja kafla er fjallað m.a. um vitund, sjálfsvitund, hið hugræna og hið líkamlega og hvað einkennir manninn sem siðferðisveru.
Í fjórða kafla er farið í helstu grunnhugmyndir nútíma siðfræði eins og nytjahyggjuna og fleira. Umfjöllun um erfið mál eins og fóstureyðingar og líknardráp eru þar ákaflega vel fram sett.
Í fimmta kafla segir (bls. 163): „Listin gerir okkur kleift að finna merkingu í lífi okkar og reynslu vegna þes að hún setur hið sérstæða, eða einstök atvik, í brennidepil.“ Fjallað er um þörf okkar fyrir frásagnir og hvernig við getum notið hins stórfenglega og hins óþekkta án þess að gera okkur einhverjar grillur um eðli og orsakir.
Í fimmta kafla segir (bls. 163): „Listin gerir okkur kleift að finna merkingu í lífi okkar og reynslu vegna þes að hún setur hið sérstæða, eða einstök atvik, í brennidepil.“ Fjallað er um þörf okkar fyrir frásagnir og hvernig við getum notið hins stórfenglega og hins óþekkta án þess að gera okkur einhverjar grillur um eðli og orsakir.
Loks í 6. kafla fjallar Norman um umræðuna um trú og húmaníska lífsskoðun undanfarin áratug og veltir upp áhugaverðum sjónarhornum.
Bókin er afar upplýsandi og nærandi fyrir fólk á öllum aldri sem sækist eftir því að fá dýpt hugsunina um þessi heimspekilegu efni lífsins. Þetta er bók sem stjórn Siðmenntar mælir eindregið með og er hún kærkomin fyrsta heilsteypta bókin um veraldlegan húmanisma á íslenskan bókamarkað.
Sjá nánar á www.ormstunga.is
Félagar í Siðmennt geta fengið bókina á afsláttarkjörum.