Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Björt framtíð er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju

Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.

Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.

Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?

Já.

Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?

Ef við komumst í stöðu til þess eftir kosningar munum við gera það.

Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?

Nei. Trúar- og lífsskoðanir eru einkmál einstaklinga og algjör óþarfi að ríkið skrái það niður.

Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum? 

Að því gefnu að við komumst í stöðu til þess eftir kosningar, já. Enn fremur myndum við vilja að trúfélög innheimti eigin sóknar- eða félagsgjöld í stað þess að ríkið sjái um það.

Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?

Já ef við komust í þá stöðu að loknum kosningum.

Frá Siðmennt:

Sumar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.

Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda

Til baka í yfirlit