Athafnastjórarnir koma úr hópi nema sem hefur verið í þjálfun frá því í vor, en þjálfunin byggði á námskeiðum og handleiðslu. Athafnastjórarnir eru nú tilbúnir til að taka að sér athafnir á lífsins tímamótum, svo sem nafngjafir, fermingar og hjónavígslur, en mörg þeirra hafa þegar tekið sín fyrstu skref í sumar. Ein af nýjum athafnastjórum Siðmenntar er Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, bóndi á Lambhaga.
Margrét Harpa segir það mjög kærleiksríkt og gefandi að taka þátt í svona tilfinningaríkum stundum. „Mér líður rosalega vel þegar ég er búin að gifta fólk. Væntumþykjan er allsráðandi.“ Hún er ánægð með að hafa fengið að gangast undir þjálfun með svona mörgum ólíkum einstaklingum. „Við komum alls staðar að á landinu en náum saman út af þessum sameiginlegu gildum.“
Hinseginfræðsla og norðurljós
Athafnaþingið á Hellu var það fyrsta sinnar tegundar, en þar komu saman um 40 athafnastjórar, frá landinu öllu. Athafnastjórarnir fengu hinseginfræðslu frá Samtökunum ‘78, fyrirlestur frá Sýslumannsembættinu í Vestamannaeyjum og tóku þátt í ritlistarsmiðju sem Bragi Páll Sigurðarson, rithöfundur og nýútskrifaður athafnastjóri, stýrði. Athafnastjórarnir voru ánægð með aðstöðuna á Hellu og ekki spillti fyrir upplifuninni að norðurljósin dönsuðu á næturhimninum.
Eftirfarandi nýir athafnastjórar hafa nú hafið störf hjá Siðmennt:
Bragi Páll Sigurðarson
Brynhildur Björnsdóttir
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
Íris Stefanía Skúladóttir
Kolbeinn Tumi Daðason
Margrét Erla Maack
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Matthías Tryggvi Haraldsson
Ragnar Ísleifur Bragason
Ragnhildur Sigurðardóttir
Sigurður Starr Guðjónsson
Silja Jóhannesar Ástudóttir
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir
Una Sighvatsdóttir
Zindri Freyr Ragnarsson Caine