Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Aðalfundur Siðmenntar 2024 haldinn fimmtudaginn 7. mars kl 17:00 í sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23

Aðalfundur Siðmenntar 2024 haldinn fimmtudaginn 7. mars kl 17:00 í sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23

Dagskrá:

  1. Afhending viðurkenninga
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  4. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
  5. Breytingar á lögum
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. Kjör stjórnar, sbr. lög Siðmenntar grein 5.1. 
  8. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga, sbr. lög Siðmenntar grein 6.7
  9. Önnur mál

 

Stjórnarkjör
Vakin er sérstök athygli á 4.4. grein úr lögum Siðmenntar:

„Kjörgengi og rétt til atkvæðagreiðslu á aðalfundi hafa félagar sem skráðir eru í Siðmennt hjá Þjóðskrá og/eða fólk sem er skráð beint og hefur greitt félagsgjald undangengins starfsárs. Framboðsfrestur til stjórnar Siðmenntar rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund. Náist ekki framboð til allra stjórnarsæta með 2 vikna fyrirvara má taka við framboðum á aðalfundi til þess sætis eða þeirra sæta sem í vantar.“

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rennur út á miðnætti fimmtudaginn 22. febrúar en á aðalfundi þann 7. mars verða kosnir fjórir aðalmenn og fjórir varamenn í stjórn. Þar sem formaður er kosinn til tveggja ára í senn er ekki kosinn nýr formaður í ár. Framboðum má skila til framkvæmdastjóra Siðmenntar í netfangið eyjolfur@sidmennt.is, framboðum skulu fylgja upplýsingar um það hvort fólk bjóði sig fram í sæti aðalmanns eða varamanns.

Einnig minnir stjórn félagsins á tilnefningar til húmanistaviðurkenningarinnar og fræðslu- og vísindaviðurkenningar Siðmenntar, sem afhentar verða á fundinum. Hér má sjá meira um viðurkenningarnar auk þess sem senda má inn tilnefningar Viðurkenningar Siðmenntar (google.com)

Til baka í yfirlit