Aðalfundur Siðmenntar 2025 var haldinn laugardaginn 1. mars kl. 14:00 í sal Nauthóls, Nauthólsvegi 106. Fundarstjóri var Mörður Árnason og fundarritari Þórarinn Snorri Sigurgeirsson.
Sjá ársskýrslu hér.
Ársreikningur 2024 var samþykktur.
Ein tillaga um lagabreytingu barst fyrir fundinn, er lýtur að fjölda athafnastjóra í stjórn. Henni var vísað frá.
Félagsgjöld voru hækkuð í 6.000,- kr. á ári.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:
Fræðslu- og vísindaviðurkenning
Margrét Adamsdóttir - kr 100.000. Margrét er fædd og uppalin í Póllandi en flutti til Íslands árið 2002. Hún er fyrsti blaðamaðurinn í íslenskum fjölmiðlum sem ekki hefur íslensku að móðurmáli.
Húmanistaverðlaun
Félagið Lífsvirðing - kr. 200.000. Félagið Lífsvirðing var stofnað árið 2017 og hefur einbeitt sér að málefnum um dánaraðstoð á Íslandi. Markmið félagsins er að stuðla að opinni, ábyrgri og uppbyggilegri umræðu um rétt einstaklinga til að fá að deyja á eigin forsendum.
Formannskjör fer fram á tveggja ára fresti. Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður til sex ára, sóttist ekki eftir endurkjöri. Þrír voru í framboði til formanns þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnarsson og Svanur Sigurbjörnsson. Sigurður Rúnarsson dró framboð sitt til baka á aðalfundinum. Alls voru greidd 56 atkvæði og skiptust þau þannig að Arndís Anna hlaut 35, Svanur 20 og Sigurður 1.
Var Arndís Anna því kosin formaður Siðmenntar.
Etirfarandi voru kjörin í stjórn Siðmenntar:
Meðstjórnendur
Elsa Björg Magnúsdóttir
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
Kristrún Ýr Einarsdóttir
Sigurður Rúnarsson
Varamenn
Helga Bára Bragadóttir
Mörður Árnason
Fyrr um daginn fór fram Siðmenntarþing sem hófst á húmanískri bókmenntahátíð þar sem fram komu Bjarni Snæbjörnsson, Bragi Páll Sigurðarson, Hope Knútsson og Linda Vilhjálmsdóttir.
Eftir hádegi var svo málþing um sálgæslu þar sem Inga Auðbjörg K. Straumland, þáverandi formaður Siðmenntar flutti erindi, þá var sýnt myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala. Þá fóru fram pallborðsumræður þar sem Inga og Gunnar R. Matthíasson, sjúkrahúsprestur og deildarstjóri sálgæsluteymis Landspítalans, svöruðu spurningum og áttu uppbyggilegt spjall um sálgæslu á Íslandi.