Í byrjun október mánaðar náði Siðmennt þeim gleðilega áfanga að skráðir meðlimir samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 6.058 einstaklingar. Frá 1. desember 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum verið mest í Siðmennt og hefur það verið takturinn í skráningunum síðustu árin.
Siðmennt er stofnað 1990 og hefur síðan þá verið þrýstiafl á yfirvöld í baráttu sinni fyrir veraldlegu samfélagi og barist fyrir mannréttindum fyrir öll. Siðmennt hefur byggt upp fermingarfræðslu sem hefur eflt unglinga og búið þeim dýrmætt veganesti til framtíðar og athafnaþjónustu sem fagnar fjölbreytileika mannlífsins.
Það er virkilega gleðilegt og hvetjandi að sjá að svo stór og sífellt stækkandi hópur fólks kjósi að vera hluti af félaginu og styðji frekari uppbyggingu þess.