Hvað er húmanismi?
Húmanismi er lýðræðisleg og siðræn lífsskoðun sem staðfestir að manneskjan hefur rétt á því að móta líf sitt og gefa því merkingu. Húmanismi stuðlar að því að byggja upp mannúðlegt samfélag á grundvelli siðferðiskerfis sem endurspeglar mannleg og náttúruleg gildi í anda rökhyggju og óháðrar athugunar á forsendum mannlegrar hæfni. Húmanismi er guðlaus og hafnar yfirnáttúrulegum túlkunum á tilverunni.
- Húmanismi í hnotskurn, Humanists International
Hvað eru húmanísk gildi?
Húmanísk gildi eru sammannleg gildi sem byggjast á því að taka ábyrgð á því að gæta velferðar allra lifandi vera og jarðarinnar okkar.
Siðmennt byggir stefnuskrá sína á húmanískum gildum og setur þau í samhengi við íslenskt samfélag.
Á 50. þingi Alþjóðlegra húmanista var svokölluð Amsterdam-yfirlýsing samþykkt einróma, en hún endurspeglar sömuleiðis þessi gildi.
Amerískir húmanistar hafa tekið saman Loforðin 10, sem eru tíu gildi húmanista .
Loforðin 10 eru:
- Ósérplægni
- Gagnrýnin hugsun
- Samkennd
- Umhverfisvernd
- Siðferðisþroski
- Hnattræn hugsun
- Auðmýkt
- Friður og félagslegt réttlæti
- Ábyrgð
- Þátttaka og hjálpsemi