Fara á efnissvæði

Einföld hjónavígsla

Siðmennt býður upp á stutta útgáfu af löglegum hjónavígslum í Ráðhúsi Reykjavíkur einn föstudag í mánuði í febrúar og mars 2025 frá 11:00-15:00.

Athafnirnar taka 10 mínútur hver og gert ráð fyrir að heildartímin sé um 20 mínútur. Gestir eru velkomnir en ekki nauðsynlegir að undanskildum einum votti.


Dagsetningar sem eru í boði í vetur:

  • 14. febrúar
  • 14. mars

Verð
Kostnaður við stuttar athafnir er 40.000 kr og er afsláttur fyrir félaga í Siðmennt 10.000kr á hvorn einstakling.

Það kostar ekkert að gerast félagi í Siðmennt. Ekki er nauðsynlegt að vera skráður félagi í Siðmennt en ef áhugi er fyrir hendi er auðvelt að velja til hvaða lífsskoðunarfélags sóknargjöldin þín renna á www.island.is

 

Annað

Athafnirnar taka um 10-15 mínútur hver.
Gestir velkomnir.
Stundvísi er nauðsynleg.


Til að hjónavígsla hafi lagalegt gildi þurfa hjónaefni að fá útgefið könnunarvottorð.


*Hjónaefni sem fædd eru á Íslandi og hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um tilskilin vottorð í gegnum www.island.is.

*Hjónaefni sem ekki eru fædd á Íslandi og/eða eru ekki með lögheimili hér á landi geta fyllt út þetta eyðublað og sótt um tilskilin vottorð hjá Sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum á netfangið gifting@syslumenn.is (s. 458-2900).

*Könnunarvottorð má ekki vera eldra en 30 daga á vígsludegi.