Fara á efnissvæði

Skráning í borgaralega fermingu 2025

Skráning í athafnir og fræðslu fyrir árið 2025 er hafin! 

Þátttaka í fermingarfræðslu er forsenda þess að taka þátt í fermingarathöfn. Skrá þarf fermingarbarnið í hvort um sig sérstaklega. 

Fermingarathafnir

Fermingarathafnir fara fram víðsvegar um landið, en einnig er hægt að óska eftir heimafermingu. 

Lestu meira um fermingarathafnir.

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan fer fram með fjölbreyttum hætti, bæði í fjar- og staðnámi. Næsta vor verður boðið upp á kvöldnámskeið, helgarnámskeið, fermingarbúðir, fjarnám og þemanámskeið tengd sértækum áhugasviðum fermingarbarna. 

Lesa meira um fermingarfræðslu.

Skráningarvefur

Skráning í borgaralega fermingu fer fram í gegnum skráningargáttina Sportabler

Við mælum með því að fólk sæki Sportabler appið í símana sína til að fylgjast með skilaboðum og öðrum tilkynningum.

Athugið að greiðslur í netbanka eru innheimtar af Greiðslumiðlun og birtast því ekki í nafni Siðmenntar. Þær hafa skýringuna „Æfingagjöld“.

Hægt er að velja efst á skráningarvefn "athöfn" eða "námskeið"

Fara beint á skráningarvef.