Samband okkar við grundvöll tilverunnar
Í fyrsta hluta námskeiðsins er farið yfir þær grundvallarspurningar sem snúa að tilvist okkar og tilgangi hennar, sem og hvernig við getum skapað okkur jákvætt og uppbyggilegt viðhorf til lífsins.
Á þessum hluta námskeiðsins eru grunngildi húmanismans kynnt til leiks ásamt þeim verkfærum sem fermingarbörnin munu nota á námskeiðinu til að skilja betur tilveru okkar, sjálf okkur og aðra. Þetta eru æfingar sem skerpa á gagnrýnni hugsun, virkri hlustun og samtalshæfni.
Í lok þessa hluta hefur fermingarbarnið
… kynnt sér grunngildi húmanisma og tilgang borgaralegrar fermingar.
… gert sér grein fyrir nytsemi og mikilvægi gagnrýnnar hugsunar og samtals.
… fengið tækifæri til að æfa virka hlustun og tjá eigin skoðun.
… öðlast innsýn í siðferðilega ákvarðanatöku og æft sig í að setja sig í spor annarra.
Viðfangsefni
- Húmanismi og húmanísk gildi
- Gagnrýnin hugsun og virk hlustun
- Siðfræði og samkennd