Fara á efnissvæði

Helgarnámskeið

Helgarnámskeið henta þeim sem vilja sökkva sér djúpt ofan í hverja meginstoð námskrárinnar fyrir sig. Helgarnámskeið eru haldin bæði á höfuðborgarsvæðinu og í helstu þéttbýliskjörnum, en staðarval er háð þátttöku hverju sinni.

Helgarnámskeiðin eru kennd á laugardögum frá 10:00-14:00 og sunnudögum frá 10:00-14:00. Tekið er hádegishlé í 30 mínútur og best ef börnin geta komið með nesti í stað þess að fara og fá sér að borða annarstaðar. 

Fyrirkomulag

Helgarnámskeið:

Helgarnámskeið eru kennd yfir tvær helgar, samtals fjögur skipt og kennt er frá 10:00-14:00.

Dagsetningar í boði:

Ægisbúð: 11-12. og 25-26. janúar.
Kópavogur: 11-12 janúar og 1-2 febrúar
Þróttheimar: 25-26 janúar og 15-16 febrúar
Hafnarfjörður: 11-12 janúar og 1-2 febrúar
Árbær: 22-23 febrúar og 1-2 mars
Ísafjörður: 18.-19. janúar og 8.-9. febrúar*
Reyðarfjörður: 15-16 febrúar og 1-2 mars*
Akranes: 25-26 janúar og 15-16 febrúar*
Reykjanesbæ: 22-23 febrúar og 1-2 mars*
Selfoss: 25-26 janúar og 15-16 febrúar
Akureyri: 22-23 febrúar og 15-16 mars
Húsavík: 7-9 febrúar*

*Háð því að lágmarksskráning náist.

Staðsetningar

Staðfestar staðsetningar 2025 eru:

  • Ægisbúð, Vesturbæ
  • Menntaskólinn í Kópavogi
  • Þróttheimar, Laugardalur
  • Hafnarfjörður
  • Árbær
  • Ísafjörður*
  • Reyðarfjörður*
  • Akranes*
  • Reykjanesbær*
  • Selfoss*
  • Akureyri*
  • Húsavík*

*Með þeim fyrirvara að lágmarks skráningu sé náð.

Verð

40. 000 kr.

Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér

Skráning

Skilyrði fyrir þátttöku í fermingarathöfn er að hafa setið fermingarnámskeið.
Skráning opnar 1. október.