Fara á efnissvæði

Fjarnámskeið

Boðið er upp á að taka fermingarfræðslu í fjarnámi, en það getur hentað börnum sem komast ekki á námskeið vegna landfræðilegra áskoranna, eða þeim sem hentar ekki að mæta í staðnám í stórum hópum.

Ekki er opið fyrir almennar skráningar í fjarnám, en þeim sem hentar betur slíkt námsfyrirkomulag eru beðin um að senda ósk um skráningu á ferming@sidmennt.is.

Taka þarf fram nafn og kennitölu barns ásamt rökstuðningi fyrir fjarnámi.

For inquiries on online confirmation studies in English please contact ferming@sidmennt.is

Staðsetning og dagsetningar

Námskeið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað í tölvu.

Dagsetningar tilkynntar í haust.

Námskeiðstilhögun

Kennsla fer fram í gegnum fjarfundarforrit, 6 skipti hvert námskeið. Ætlast er til þátttöku barna í gegnum mynd og tal/hljóð. 

Boðið verður upp á fjarnám á íslensku og ensku.

We will offer online courses in both English and Icelandic.

 

 

Verð

Auglýst bráðlega.

Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér

Skráning

Skilyrði fyrir þátttöku í fermingarathöfn er að hafa setið fermingarnámskeið. Gangið frá skráningu til að tryggja sæti á það námskeið sem hentar ykkur best.
Skráning opnar haustið 2025.