
Fermingarbúðir
Í ár verður aftur boðið upp á fermingarbúðir á vegum Siðmenntar : fermingarnámskeið fyrir þau fermingarbörn sem vilja taka allan pakkann á einni helgi og koma heim örþreytt, með fullt af nýjum vinum og djúpt sokkin í tilvistarlegar spurningar.
Helgin er fullpökkuð af leikjum, umræðum og vinnustofum tengdum húmanisma.
Við nýtum útilífsmiðstöðina vel, dreifum stöðvavinnu yfir allt svæðið og börnin fá að kynnast umhverfinu vel.
Staðsetning
Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni.
Námskeiðstilhögun
Farið er úr bænum á föstudegi og komið til baka á sunnudegi.
Dagsetningar verða auglýstar í haust fyrir fermingarbúðir árið 2026.
Verð
Tilkynnt bráðlega.
Matur alla helgina og rútur fram og til baka eru innifaldar í verði.
Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér.
Skráning
Skilyrði fyrir þátttöku í fermingarathöfn er að hafa setið fermingarnámskeið.
Skráning opnar haustið 2025.