Borgaraleg ferming
Fermingardagurinn á að vera svo miklu meira en bara kransakakan. Þetta er útskriftarhátíð ungs fólks sem hefur vikurnar á undan velt fyrir sér stórum spurningunum sem við öll höfum um lífið. Borgaraleg ferming byggir á húmanískum grunni, þar sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og samfélagslegar forsendur liggja til grundvallar.
Fermingarfræðsla Siðmenntar miðar að því að efla unglinga og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar.
Á námskeiðinu er lagt upp með því styrkja sjálfsmynd, hvetja til víðsýni og styðja við uppbyggilegt hugarfar.
Fermingin er opin öllum ungmennum – óháð uppruna, kyni, kynhneigð, trú eða lífsskoðunum. Hvorki ungmennin né foreldrar þeirra þurfa að vera skráð í Siðmennt til að fermast hjá okkur. Aldursviðmið er 13-15 ára.
Athafnir við allra hæfi
Einkafermingar á eigin forsendum eða hópathöfn í góðum félagsskap
Mismunandi athafnaform hentar mismunandi fermingarbörnum. Við bjóðum upp á hátíðlegar og skemmtilegar hópathafnir á ýmsum stöðum landsins, en einnig upp á einkafermingar sem geta farið fram hvar sem er, á heimili fermingarbarnsins, í sal eða úti í náttúrunni.
Heildarkostnaður borgaralegrar fermingar fer eftir því hvaða námskeiðs- og athafnamöguleikar eru valdir, en sé forráðafólk fermingarbarnsins með félagsaðild er gefinn ríflegur afsláttur af þátttökukostnaði.
Auðvelt er að gerast meðlimur í Siðmennt hjá Þjóðskrá.
Tímamót með tilgang
Fermingarfræðsla fyrir forvitin fermingarbörn
Fermingarfræðslan byggir á húmanískum grunni og skapar vettvang fyrir fermingarbörnin til að svara stórum spurningum um lífið og tilveruna. Fermingarfræðslan byggir á húmanísku stoðunum fjórum; Stofninum, sjálfinu, samfélaginu og samhenginu.