Athafnarstjórar Siðmenntar

Athafnaþjónusta Siðmenntar hófst formlega 29. maí 2008. Allir athafnarstjórar félagsins hafa hlotið menntun og þjálfun og hafa staðist gæðakröfur félagsins áður en þeir geta hafið athafnarstjórnun á vegum þess.  Siðmennt fékk lögformlega skráningu sem lífsskoðunarfélag í byrjun maí 2013 og fengu fyrstu athafnarstjórar félagins vígsluréttindi í kjölfarið. Vígsluréttindi til giftinga eru í umboði formanns Siðmenntar Jóhanns Björnssonar (2015-), til athafnarstjóranna samkvæmt leyfisbréfi Innanríkisráðuneytisins til þeirra.

Á vegum félagsins eru nú starfandi eftirfarandi athafnarstjórar:

Bjarni Snæbjörnsson

Bjarni Snæbjörnsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Náttúrubarn og kærleiksbjörn sem sér húmorinn í litbrigðum lífsins. Bjarni er BFA í leiklist og MA í listkennslufræðum frá LHÍ. Hann er einnig BA í ensku frá HÍ. Bjarni vinnur jöfnum höndum á mörgum mismunandi stöðum við að kenna leiklist, leika, syngja og er stundum viðriðinn viðburðastjórnun. Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæði og nágrenni. Fæddur 1978.

Tungumál: Íslenska, enska, franska.

 • Akureyri
Ásdís Benediktsdóttir

Ásdís Benediktsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Forvitinn vísindamaður sem elskar umræður um lífsgildi. Sefur best eftir líkamsrækt og elskar orðabrandara. Virðing umfram allt. Ásdís er jarðeðlisfræðingur í húð og hár og er í þann mund að klára doktorspróf frá Háskóla Íslands. Hún vinnur hjá Íslenskum Orkurannsóknum þar sem hún rannsakar jörðina með eðlisfræði og kemur þekkingu áleiðis til annarra. Kennir raungreinar utan vinnutíma. Athafnastjóri frá 2012 á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Tungumál: Íslenska, enska, franska.

 • Reykjavík
Brynja Finnsdóttir

Brynja Finnsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Lífsglaður líffræðingur, lærdómsfús og forvitin. Leggur mikið upp úr góðum samskiptum og vandar til allra verka.  Brynja er líffræðingur að mennt og kennir raungreinar við Menntaskólann á Akureyri.  Athafnarstjóri frá 2016 á Norðurlandi. 

Tungumál: Íslenska og enska.

 • Reykjavík
Inga Auðbjörg K. Straumland

Inga Auðbjörg K. Straumland

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Inga nýtir skapandi samskiptahæfileika og ástríðu fyrir menningu til að leggja sitt á vogaskálarnar fyrir bættu samfélagi. Inga er vefhönnuður og Kaospilot og stundar jafnframt MPM-nám í verkefnastjórnun í HR. Inga tekur virkan þátt í stjórnmálum og skátastarfi og situr að auki í athafnaráði Siðmenntar. Athafnastjóri frá 2013 á höfuðborgarsvæði og nágrenni. Fædd 1986.Tungumál: íslenska, enska. Getur einnig fléttað eftirfarandi tungumálum inn í athöfn til móts við ensku: Hollenska, þýska, danska, norska, sænska.

Tungumál: Íslenska, enska. Getur fléttað hollensku, þýsku, dönsku, norsku og sænsku í athafnir.

 • Reykjavík
Steinar Harðarson

Steinar Harðarson

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Steinar Harðarson er fæddur 1944 og hefur verið athafnarstjóri frá 25. mars 2007. Steinar hefur verið stjórnarmaður í Siðmennt og svo gjaldkeri frá 2013-2017. Hann var í kennslunefnd athafnaþjónustu Siðmenntar 2008-2015 og svo hefur hann stjórnað fjölmörgum fermingarathöfnum á vegum félagsins. Steinar var við tæknifræðinám og störf í Svíþjóð á árunum 1969-1980. Hann var umdæmisstjóri hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík frá 1999. Steinar er mikill áhugamaður um félagslegt réttlæti og jafnrétti og hefur setið í stjórn og einn af stofnendum félagsins Icelandpanorama sem vinnur gegn fordómum og mismunun.

Tungumál: Íslenska, sænska (klára mig á dönsku og norsku) og hef verið með athafnir á ensku þó ég sækist ekki eftir þeim.

 • Reykjavík
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir

Ferming, Gifting

Hún hefur mikinn áhuga á sálfræði, tónlist, spilum og bókum. Hún hefur sungið með einum eða öðrum kór nær samfellt frá átta ára aldri. Hún gerir ítrekaðar tilraunir til þess að stunda reglulega hreyfingu en notar frítíma sinn að mestu í að vera með fjölskyldunni. Steinunn er klínískur sálfræðingur með cand.psych gráðu af barnalínu frá HÍ. Hún á og rekur Litlu Kvíðameðferðarstöðina með samstarfskonum. Hún hefur auk þess kennt sálfræði á mennta- og háskólastigi og heldur reglulega fyrirlestra auk þess að skrifa í blöðin af og til. Athafnastjóri frá 2013 á höfuðborgarsvæðinu. Fædd 1980.

Tungumál: Íslenska og enska (er tvítyngd).

 • Reykjavík
Gyða Einarsdóttir

Gyða Einarsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Hún hefur mikinn áhuga á flestu sem viðkemur samfélagi manna og þá sérstaklega stjórnmálum, menntamálum, matargerð, menningu og listum. Hún stundar fjölbreytta hreyfingu og leggur mikið upp úr samveru með fjölskyldu og vinum. Hún hefur afar gaman af ferðalögum, innanlands sem utan. Gyða er menntaður myndlistarkennari og er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Athafnastjóri frá 2016 á höfuðborgarsvæðinu. Fædd 1978.

Tungumál:  Íslenska, enska, skandinavíska.

 • Reykjavík
Tinna Rut Jóhannsdóttir

Tinna Rut Jóhannsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Mér er lífsins ómögulegt að setja eitthvað saman um sjálfa mig, en ég kann að tala fallega um aðra. BA í heimspeki og vöruhönnun og starfar sem framkvæmdastjóri í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Starfandi frá júlí 2016.

Tungumál: Íslenska, enska. Get flutt athöfn á ítölsku eða dönsku, en undirbúningur þyrfti að fara fram á ensku/íslensku.

 • Reykjavík
Tryggvi Gunnarsson

Tryggvi Gunnarsson

Gifting

Markmið Tryggva er alltaf að gera persónulega og ógleymanlega athöfn, hvort sem hún fer fram í heimahúsi eða á mið-hálendinu, brúðhjón séu í kjól og hvítu, eða Star-wars búningum. Tryggvi er með Bs í líffræði með mannfræði sem aukafag, BA gráðu í sviðslistum, situr í stjórn leikstjórafélags Íslands og fer með ferðalanga ofaní hraunhella og gegnum ísgöng. Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæðinu en er mikil fjallageit og ferðalangur. Fæddur 1980.

Tungumál: Íslenska, enska og smá norska/danska.

 • Reykjavík
Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala Helgadóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Lífið er hlaðborð. Ef þú smakkar bara einn rétt, þá missir þú af því að upplifa fjölbreytileikann. Prófaðu… og þú munt uppskera ríkulega. Helga Vala er lögmaður og leikkona, á og rekur lögmannsstofuna Völvu lögmenn í miðborg Reykjavíkur, situr í stjórn Dansmenntar og Höfundarréttarráði auk þess að vera alþingismaður og umboðsmaður hljómsveitarinnar Mammút. Athafnastjóri frá 2016 á höfuðborgarsvæði og um landið. Fædd 1972.

Tungumál:  Íslenska, enska.

 • Reykjavík
Anna Pála Sverrisdóttir

Anna Pála Sverrisdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Tungumál: Vantar upplýsingar um tungumál

 • Reykjavík
Svanur Sigurbjörnsson

Svanur Sigurbjörnsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Það gleður Svan að eiga þátt í að gera stóru stundirnar í lífi fólks ánægjulegar, hlýlegar og eftirminnilegar. Hann er heimspekilega þenkjandi og rólyndur, og á stutt í smá glens. Svanur er með BS í læknisfræði og heimspeki sem aukafagi, sérfræðilærður í lyflækningum og eiturefnafræðum. Hann er í MA námi í lífsiðfræði og kennir siðfræði við Læknadeild HÍ. Stofnsetti athafnaþjónustu Siðmenntar með stjórn félagins árið 2008 og situr í athafnaráði. Athafnarstjóri frá 2008 á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Fæddur 1965.

Tungumál: Íslenska, enska og spænska að hluta.

 • Reykjavík
Sigrún Valbergsdóttir

Sigrún Valbergsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Einlægur náttúruverndarsinni sem líður best á göngu um fáfarnar óbyggðaslóðir. Hef áhuga á öllu sem lifir í lofti, láði og legi og því hvernig landið varð til og mótaðist og mótaði íbúa sína þar með. Leikstjóri og leiðsögumaður á Íslandi og erlendis. Kennari í ýmsum fögum við Leiðsöguskólann í Kópavogi. Athafnastjóri frá 2009.

Tungumál: Íslenska og þýska. Skil og tala ensku, dönsku, sænsku, norsku og færeysku. Stautfær í frönsku.

 • Reykjavík
Gylfi Ólafsson

Gylfi Ólafsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Þó léttleikinn sé alltaf mikilvægur eru stóru stundirnar í lífinu tækifæri til að vera einlæg og örlítið heimspekileg eitt stundarkorn. Gylfi er ísfirskur heilsuhagfræðingur. Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæði og eftir atvikum á Vestfjörðum.

Tungumál:  Íslenska, enska, sænska.

 • Reykjavík
Gunnar Hersveinn

Gunnar Hersveinn

Gifting, Nafngjöf

Hugsjónir Gunnars Hersveins snúast um friðarmenningu, mannréttindi, borgaravitund, náttúruvernd og hamingju annarra og hefur hann skrifað fjölda greina um efnið og flutt erindi. Hann er heimspekingur, rithöfundur og fyrirlesari. Skrifaði m.a. bókina Gæfuspor – gildin í lífinu þar sem leitast er við að draga fram valdar dygðir, tilfinningar, fagra hugsun og skyn á tímann. Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum.

Tungumál: Íslenska, enska

 • Reykjavík
Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Margbreytileikinn, hátíðleikinn, virðingin og jákvæðni athafna Siðmenntar er helsta markmiðið í húmanískum athöfnum Siðmenntar. Bjarni er prentlærður með endurmenntun á sviði markaðsmála, rekstrar og viðskipta auk verkefnastjórnunar. Hann er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Athafnarstjóri frá 2008 á höfuðborgarsvæðinu og þar um kring.

Tungumál: Íslenska, sænska og enska.

 • Reykjavík
Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Jóhann Björnsson er fæddur 1966 og hefur verið athafnastjóri frá 25. mars 2007. Jóhann hefur jafnframt verið formaður Siðmenntar frá febrúar 2015. Menntun, störf og annað: BA og MA í heimspeki. Er með kennsluréttindi og hefur stundað kennslu í grunnskóla og í fullorðinsfræðslu undanfarin ár. Jóhann hefur kennt og verið kennslustjóri á undirbúningsnámskeiðum fyrir borgaralega fermingu frá 1997. Jóhann stýrði fyrstu giftingunni á vegum félagins.

Tungumál: Íslenska, enska (jafnvel franska).

 • Reykjavík
Margrét Gauja Magnúsdóttir

Margrét Gauja Magnúsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Margrét Gauja hefur brennandi áhuga á stjórnmálum og þátttöku ungs fólks í lýðræðistöku. Hún tók þátt í undankeppni Eurovision sem barn, hefur saumað sér peysuföt og elskar að eyða tíma með vinum sínum og leysa öll vandamál heimsins yfir bjór. Margrét Gauja er með BA próf í Uppeldis- og menntunarfræðum og með kennsluréttindi. Hún hefur kennt náttúrufræði og félagsgreinar síðaðsta áratug. Einnig starfar hún sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sem leiðsögumaður, heldur fyrirlestra og námskeið og stýrir athöfnum fyrir Siðmennt, í peysufötum. Athafnastjóri frá 2016 á höfuðborgarsvæðinu. Fæddur 1976.

Tungumál: Íslenska, enska og spænska.

 • Reykjavík
Elías Bjartur Einarsson

Elías Bjartur Einarsson

Gifting, Nafngjöf

Elías er kátur drengur sem nýtur þess að velta vöngum, eiga góðar samræður og stara á stjörnurnar. Hann dreymir um að fljúga, hefur gaman af því að ganga á fjöll og vera úti í náttúrunni og nýtur þess að gera stórar stundir í lífi annarra notalegar og eftirminnilegar. Elías er með BA gráðu í heimspeki og starfar sem landvörður. Athafnastjóri frá 2016 á höfuðborgarsvæði og nágrenni. Fæddur 1992.

Tungumál: Íslenska, spænska og enska.

 • Reykjavík

 

Sævar Freyr Ingason

Saevar-Freyr-Ingason F. 1962. Lauk námi í athafnarstjórnun haust 2013

Athafnir:  Útfarir, nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  Eyjafjörður og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • Opinber starfsmaður
 • Fjölskyldumaður
 • Áhugamaður um heimspeki.

Helga Bára Bragadóttir

f. 1974.  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2015_MG_2320-Edit-bnw_adj_web-1

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  höfuðborgarsvæðið og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Jafnvel að hluta á þýsku, dönsku, spænsku, portúgölsku eða frönsku.

Menntun, störf og annað:

 • Menntun í mannfræði og friðarfræði, – og með kennsluréttindi
 • Unnið við fræðslu-, mannúðar- og þróunarstörf víða um heim til margra ára.
 • Áhugamaður um heimspeki, vísindi, framandi heima og tungumál
 • Fjölbreytt reynsla af fundarstjórn, ræðuflutningi, og skipulagningu viðburða.


Sigurður Ólafsson

Sigurður ÓlafssonF. 1973. Lauk námi í athafnarstjórnun haust 2013

Athafnir:  Útfarir, nafngjafir, fermingar og giftingar.

Staðsetning:  Höfn í Hornafirði og nágrenni.

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • Skipstjórnarmaður
 • Áhugamaður um heimspeki og húmanisma
 • Fjölskyldumaður.

Steinunn Rögnvaldsdóttir

Steinunn Rögnvaldsdóttir F. 1986.  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2015

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  höfuðborgarsvæðið og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • BA í félagsfræði og MA í kynjafræði frá HÍ
 • Mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og fræðimaður í hjáverkum.
 • Átti sæti í stjórn Siðmenntar 2105-2016.

Tryggvi Björgvinsson

F. 1982. Athafnarstjóri frá 7. júlí 2012

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
 
Athafnir: Nafngjafir, giftingar, fermingar og útfarir.
 
Tungumál athafna: íslenska, enska.

Menntun: Tölvuverkfræðingur


Kristinn Theódórsson

F. 1977.  Athafnarstjóri frá júlí 2010.

Athafnir: Nafngjafir, giftingar og útfarir

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
 
Tungumál athafna: íslenska, enska

Menntun, störf og annað:

 • Stúdent.
 • Verslunarstörf
 • Meðstjórnandi í stjórn Siðmenntar frá 2011
 • Bloggskrif um samfélagsleg málefni.

Fjölskyldumaður.  Áhugamaður um ljósmyndun og fleira

Árni Grétar Jóhannsson

F. 1983.  Athafnarstjóri frá 26. maí 2012

Athafnir: Giftingar, nafngjafir.

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið og víðar

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: Leikhús, leiðsögn, framkvæmdastjórn félagasamtaka.

Brynja Finnsdóttir

F. 1989.  Athafnarstjóri frá maí 2016.

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Akureyri og nágrenni

Bakgrunnur: Líffræði

Bæring J. B. Guðmundsson

F. 1988. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Suðurland

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: Kennaranám

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir

F. 1978. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Suðurland

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: Menntunarfræði, söngur.

Tinna Rut Jóhannsdóttir

F. 1972. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: Heimspeki, vöruhönnun.

Er í athafnaráði athafnaþjónustu Siðmenntar.

Sævar Finnbogason

F. 1970. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Vesturland við Hvalfjörð og höfuðborgarsvæðið.

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: Heimspeki, kennsla.

Kennir m.a. við borgaraleg fermingarnámskeið Siðmenntar

Elísabet Gunnarsdóttir

F. 19758. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Ísafjörður og nágrannabyggðir

Tungumál athafna: íslenska, enska, franska og norska.

Bakgrunnur: Arkitektúr, stjórnunarstörf.

Kristín Amalía Atladóttir

F.  . Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Austurland í kringum Fljótsdalshérað.

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: Leiklist, nýsköpun og frumkvöðlafræði, menningarhagfræði.

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

F. 1982. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið.

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: leiklist og margvísleg störf.

Stefanía Pálsdóttir

F. . Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið.

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: BA í heimspeki.

Kennir við námskeið í borgaralegri fermingu Siðmenntar

Ingibjörg Sædís Bergsteinsdóttir

F. . Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið.

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: Er í heimspekinámi.

————————————————————————–

Athafnarstjórar sem eru tímabundið ekki við störf

 

Kristrún Ýr Einarsdóttir

F. 1981. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Húsavík og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: rekstur og margvísleg störf.

(erlendis)

Hörður Torfason

Hörður Torfason

F. 1945. Athafnarstjóri frá 19. júlí 2012

Athafnir: Nafngjafir, giftingar og útfarir

Tungumál: Íslenska og enska

Staðsetning:  Höfuðborgarsvæðið

Menntun:  Leikari og tónlistarmaður.

 • Baráttumaður fyrir mannréttindum og réttlæti.
 • Stýrði fyrstu giftingu samkynhneigðra hjá Siðmennt.

 

Athafnarstjórar sem eru óvirkir (þar til annað er tilkynnt).

Laufey Eiríksdóttir

F. 1951  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2012

Athafnir: nafngjafir, fermingar og giftingar.

Tungumál athafna: Íslenska- Norðurlandamál – norska/danska

Staðsetning:  Norðurland og Austurland

Menntun, störf og annað:

 • Kennari.
 • Bókasafns- og upplýsingafræðingur.
 • Áhugamál: útivist og bókmenntir.

Sveinn Kristinsson (önnur störf)

Sigurður Rúnarsson (erlendis)

Rut Indriðadóttir

Valgarður Guðjónsson

—————-

Síða athafnarstjóra Siðmenntar (læstur aðgangur).

Close Menu
×
×

Cart