Athafnarstjórar Siðmenntar

Athafnaþjónusta Siðmenntar hófst formlega 29. maí 2008. Allir athafnarstjórar félagsins hafa hlotið menntun og þjálfun og hafa staðist gæðakröfur félagsins áður en þeir geta hafið athafnarstjórnun á vegum þess.  Siðmennt fékk lögformlega skráningu sem lífsskoðunarfélag í byrjun maí 2013 og fengu fyrstu athafnarstjórar félagins vígsluréttindi í kjölfarið. Vígsluréttindi til giftinga eru í umboði formanns Siðmenntar Jóhanns Björnssonar (2015-), til athafnarstjóranna samkvæmt leyfisbréfi Innanríkisráðuneytisins til þeirra. Á vegum félagsins eru nú starfandi eftirfarandi athafnarstjórar:

Jóhann Björnsson

F. 1966.  Athafnarstjóri frá 25. mars 2007Jóhann Björnsson

Formaður Siðmenntar frá febrúar 2015.

– Ábyrgðarmaður athafnaþjónustu Siðmenntar.

Athafnir: Útfarir, giftingar, fermingar og nafngjafir.

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Tungumál athafna: íslenska, enska (jafnvel franska).

Menntun, störf og annað:

 • BA í heimspeki frá Háskóla íslands
 • MA í heimspeki frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu
 • Kennsluréttindi frá Háskóla íslands
 • Hann hefur stundað kennslu í grunnskóla og í fullorðinsfræðslu undanfarin ár.

Jóhann hefur kennt á undirbúningsnámskeiðum fyrir borgaralega fermingu frá 1997 ásamt því að vera kennslustjóri námskeiðanna. Fulltrúi í stjórn Siðmenntar, lengst af ritari frá 1998.  Stýrði fyrstu giftingunni á vegum félagins.

Steinar Harðarson

F. 1944.  Athafnarstjóri frá 25. mars 2007.

Afhafnir: Útfarir, giftingar, fermingar og nafngjafir.

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið Menntun, störf og annað:

 • Stjórnarmaður í Siðmennt og svo gjaldkeri frá 2013.
 • Í kennslunefnd athafnaþjónustu Siðmenntar.
 • Við tæknifræðinám og störf í Svíþjóð 1969-1980.
 • Umdæmisstjóri hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík frá 1999.
 • Áhugamaður um félagslegt réttlæti og jafnrétti.
 • Í stjórn og einn af stofnendum félagsins Icelandpanorama sem vinnur gegn fordómum og mismunun.

Hefur stjórnað fjölmörgum fermingarathöfnum á vegum Siðmenntar.

Bjarni Jónsson

F. 1959.  Athafnarstjóri frá 25. mars 2007

Athafnir: Útfarir, giftingar, fermingar og nafngjafir

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Tungumál athafna:  íslenska, sænska.

Menntun, störf og annað:

 • Ráðinn framkvæmdastjóri Siðmenntar frá september 2015.
 • Framkvæmdastjórn og umsýsla athafnaþjónustu félagins.
 • Prentiðn.  Starfað við framkvæmdastjórn fyrirtækja.
 • Varaformaður Siðmenntar 2006-2/2015.
 • Stýrði fyrstu nafngjöfinni á vegum Siðmenntar.
 • Fulltrúi Siðmenntar í stjórn Mannréttindaráðs Íslands.
 • Fulltrúi Siðmenntar á Norðurlöndum.
 • Áhugamaður og baráttumaður um mannréttindi.

Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir.

F. 1986. Lauk námi í athafnarstjórnun haust 201315-inga-bnw-150dpi300x200

Athafnir: Nafngjafir, giftingar og útfarir.

Staðsetning:  Höfuðborgarsvæðið og nágrenni.

Tungumál athafna: íslenska og enska

Menntun, störf og annað:

 • KaosPilot
 • drekatemjari
 • skáti og
 • verkefnastjóri.
 • Í athafnaráði athafnaþjónustu Siðmenntar

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir

F. 1980.  Lauk námi í athafnarstjórnun haust 2013Steinunn-Anna

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  Höfuðborgarsvæðið og nágrenni.

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • Sálfræðingur að mennt
 • Sinnir aðallega kvíðameðferð hjá börnum og fullorðnum
  • Heldur fyrirlestra og kennir.
 • Meðlimur í Söngsveitinni Fílaharmóníu
 • Fjölskyldukona.

 

Bjarni Snæbjörnsson

Bjarni-Snae-bnw F. 1978. Lauk námi í athafnarstjórnun haust 2013

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Tungumál athafna: Íslenska, enska og franska

Staðsetning:  Höfuðborgarsvæðið og nágrenni.

Menntun, störf og annað:

 • BFA gráða í leiklist frá Listaháskóla Íslands
 • MA í listkennslu frá Listaháskóla Íslands
 • BA gráða í ensku frá Háskóla Íslands
 • Bjarni starfar sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, sjálfstætt starfandi leikari og einnig sem söngvari.

Tryggvi Gunnarsson

F. 1980.  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2015

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  höfuðborgarsvæðið og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska, norska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • líffræðingur, mannfræðingur, leiðsögumaður, leikari og leikstjóri.
 • Áhugamál: landvernd og menningarmál.
 • Félagsstörf: formaður leikhópsins sómi þjóðar, meðlimur í stjórn leikstjórafélagsins.

Sævar Freyr Ingason

Saevar-Freyr-Ingason F. 1962. Lauk námi í athafnarstjórnun haust 2013

Athafnir:  Útfarir, nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  Eyjafjörður og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • Opinber starfsmaður
 • Fjölskyldumaður
 • Áhugamaður um heimspeki.

 

Helga Bára Bragadóttir

f. 1974.  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2015_MG_2320-Edit-bnw_adj_web-1

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  höfuðborgarsvæðið og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Jafnvel að hluta á þýsku, dönsku, spænsku, portúgölsku eða frönsku.

Menntun, störf og annað:

 • Menntun í mannfræði og friðarfræði, – og með kennsluréttindi
 • Unnið við fræðslu-, mannúðar- og þróunarstörf víða um heim til margra ára.
 • Áhugamaður um heimspeki, vísindi, framandi heima og tungumál
 • Fjölbreytt reynsla af fundarstjórn, ræðuflutningi, og skipulagningu viðburða.

Svanur Sigurbjörnsson

F. 1965.  Athafnarstjóri frá 25. mars 2007

Athafnir: Útfarir, giftingar, fermingar og nafngjafir

Tungumál athafna:  íslenska, enska (jafnvel spænska).

Umsjónarmaður athafnaþjónustu Siðmenntar frá byrjun hennar 2007 – 8/2015.

Fagstjóri athafnaþjónustunnar frá 9/2015 – 2/2017.

Í athafnaráði frá 2/2017.

Stýrði fyrstu útförinni á vegum Siðmenntar.

Menntun, störf og annað:

 • Fulltrúi í stjórn Siðmenntar frá 2005-2012 og gjaldkeri 2008-2011.
 • Umsjónarmaður fréttabréfs Siðmenntar (2007-2011).
 • Gestakennsla í fermingarnámsskeiði Siðmenntar frá 2006-2013.
 • Höfundur kafla um húmanisma í bókinni: “Trú og útfararsiðir”.
 • Læknir að mennt og starfar á LSH.
 • Formaður siðfræðiráðs LÍ frá 2015.
 • Diploma í Prisma: heimspeki, listfræði og miðlun, frá HB og LHÍ 2009.
 • Í heimspekinámi við HÍ frá hausti 2015
 • Áhugamaður um mannréttindi, heimspeki og þekkingarfræði. (jafnraedi.org)
 • Virkur í hópi fagfólks gegn gervivísindum – upplyst.org

Sigrún Valbergsdóttir

F. 1948.  Athafnarstjóri frá 25. mars 2007.

Afhafnir:
Útfarir, giftingar, fermingar og nafngjafir.

Tungumál athafna:

 • íslenska
 • þýska.

Menntun, störf og annað:

 • Leiklistarmenntun frá Þjóðleikhúsinu og Kölnarháskóla.
 • Próf frá Leiðsöguskóla Íslands.
 • Sigrún starfar aðallega sem leikstjóri, en hefur einnig sinnt stjórnunar- og kennslustörfum við leiklistar- og menningarstofnanir.
 • Á sumrum er Sigrún leiðsögumaður erlendra ferðamanna.
 • Kennsla og þjálfun athafnarstjóra í framsögn.

Hefur stjórnað fermingarathöfnum á vegum Siðmenntar í Háskólabíói.


Sigurður Ólafsson

Sigurður ÓlafssonF. 1973. Lauk námi í athafnarstjórnun haust 2013

Athafnir:  Útfarir, nafngjafir, fermingar og giftingar.

Staðsetning:  Höfn í Hornafirði og nágrenni.

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • Skipstjórnarmaður
 • Áhugamaður um heimspeki og húmanisma
 • Fjölskyldumaður.

Steinunn Rögnvaldsdóttir

Steinunn Rögnvaldsdóttir
F. 1986.  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2015

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  höfuðborgarsvæðið og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • BA í félagsfræði og MA í kynjafræði frá HÍ
 • Mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og fræðimaður í hjáverkum.
 • Situr í stjórn Siðmenntar

Gunnar Hersveinn

Gunnar Hersveinn
F. 1960.  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2015

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  höfuðborgarsvæðið og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • Háskólapróf í heimspeki og fjölmiðlafræði
 • Kennari, blaðamaður, rithöfundur og fyrirlesari.
 • Höfundur ljóðabóka og bóka um gildin í lífinu og samfélaginu; Gæfuspor, Orðspor og Þjóðgildin.
 • Hlaut Fjölísviðurkenningu Rithöfundasambandins 2010.
 • Helstu áhugamál eru náttúruvernd, jafnrétti og friðarmál.
 • Stjórnandi á heimspekikaffi fyrir almenning

Ásdís Benediktsdóttir

 1. 1984. Athafnarstjóri frá 26. maí 2012

Athafnir: Giftingar, nafngjafir og fermingar

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Menntun:  Jarðeðlisfræðingur

Tryggvi Björgvinsson

 1. 1982. Athafnarstjóri frá 7. júlí 2012
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Athafnir: Nafngjafir, giftingar, fermingar og útfarir.
Tungumál athafna: íslenska, enska.

Menntun: Tölvuverkfræðingur

Gylfi Ólafsson

Gylfi Ólafsson
F. 1983.  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2015

Athafnir:  Nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  höfuðborgarsvæðið og nágrenni

Tungumál athafna: íslenska, enska og sænska.

Menntun, störf og annað:

 • Hagfræðingur
 • Grunnskólakennari
 • Starfar við heilsuhagfræði

 


Kristinn Theódórsson

F. 1977.  Athafnarstjóri frá júlí 2010.

Athafnir: Nafngjafir, giftingar og útfarir

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Tungumál athafna: íslenska, enska

Menntun, störf og annað:

 • Stúdent.  Nemi í heimspeki við HÍ
 • Verslunarstörf
 • Meðstjórnandi í stjórn Siðmenntar frá 2011
 • Mikil og góð skrif á vefnum.

Fjölskyldumaður.  Áhugamaður um ljósmyndun og fleira

Árni Grétar Jóhannsson

Brynja Finnsdóttir

Akureyri og nágrenni

Bæring J. B. Guðmundsson

Suðurland

Gyða Einarsdóttir

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir

Suðurland

Tinna Rut Jóhannsdóttir

Í athafnaráði athafnaþjónustu Siðmenntar.

Sævar Finnbogason

Vesturland við Hvalfjörð og höfuðborgarsvæðið.

Helga Vala Helgadóttir

Elías Bjartur Einarsson

Elísabet Gunnarsdóttir

Ísafjörður og nágrannabyggðir

Anna Pála Sverrisdóttir

Margrét Gauja Magnúsdóttir

Kristín Amalía Atladóttir

Austurland í kringum Fljótsdalshérað.

Stefanía Pálsdóttir

Ingibjörg Sædís Bergsteinsdóttir

————————————————————————–

Athafnarstjórar sem eru óvirkir

(tímabundið eða almennt)

Tímabundið

Kristrún Ýr Einarsdóttir

Húsavík og nágrenni

Hörður Torfason

Hörður Torfason

F. 1945. Athafnarstjóri frá 19. júlí 2012

Athafnir: Nafngjafir, giftingar og útfarir

Tungumál: Íslenska og enska

Staðsetning:  Höfuðborgarsvæðið

Menntun:  Leikari og tónlistarmaður.

 • Baráttumaður fyrir mannréttindum og réttlæti.
 • Stýrði fyrstu giftingu samkynhneigðra hjá Siðmennt.

— Almennt

Sigurður Hólm Gunnarsson

 1. 1976.  Lauk námi í athafnarstjórnun haust 2013

Athafnir:  Útfarir, nafngjafir og giftingar.

Staðsetning:  Höfuðborgarsvæðið og nágrenni.

Tungumál athafna: íslenska og enska.

Menntun, störf og annað:

 • Iðjuþjálfi að mennt.
 • Forstöðumaður á skammtímaheimili fyrir unglinga hjá Barnavernd Reykjavíkur.
 • Situr í stjórn Siðmenntar (varaformaður).
 • Ritstjóri Skoðunar (www.skodun.is) frá því í júní 1999.

Laufey Eiríksdóttir

 1. 1951.  Lauk námi í athafnarstjórnun vor 2012

Athafnir: nafngjafir, fermingar og giftingar.

Tungumál athafna: Íslenska- Norðurlandamál – norska/danska

Staðsetning:  Norðurland og Austurland

Menntun, störf og annað:

 • Kennari.
 • Bókasafns- og upplýsingafræðingur.
 • Áhugamál: útivist og bókmenntir.

Sveinn Kristinsson (önnur störf)

Sigurður Rúnarsson (erlendis)

Rut Indriðadóttir

Valgarður Guðjónsson

 

Ekki í almennri þjónustu:

Aðalbjörg Helgadóttir

Valgerður Þ. E. Guðjónsdóttir

—————-

 Athafnaþjónusta - Efnisyfirlit       Nafngjöf       Gifting       Útför    

Síða athafnarstjóra Siðmenntar (læstur aðgangur).