
Tímamót með tilgang
Fermingardagurinn á að vera svo miklu meira en bara kransakakan. Þetta er útskriftarhátíð ungs fólks sem hefur vikurnar á undan velt fyrir sér stórum spurningunum sem við öll höfum um lífið. Borgaraleg ferming byggir á húmanískum grunni, þar sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og samfélagslegar forsendur liggja til grundvallar.
Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.
Athafnir
Siðmennt býður upp á trúarlega hlutlausa athafnarþjónustu fyrir húmanista og annað fólk sem stendur á tímamótum í lífinu.
Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar. Siðmennt berst fyrir veraldlegu samfélagi.