Félag siðrænna húmanista

Um Siðmennt

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi var stofnað árið 1990 í kringum borgaralega fermingu.

Félagið þróaðist síðan fljótt í að vera fullgilt húmanískt félag með aðild að alþjóðasamtökum húmanista (IHEU).

Félagið er veraldlegt lífsskoðunarfélag og hefur að viðfangsefni þau viðhorf og lífsgildi sem eru persónulega mikilvæg og náin hverjum einstaklingi í leit að tilgangi og hamingju í lífinu.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Siðferðismál, þekkingarfræði og fjölskyldan eru kjarni þeirra viðfangsefna sem Siðmennt sinnir.

  • Mannvirðing, frelsi og samábyrgð eru siðferðilegir hornsteinar manngildishyggjunnar / húmanismans.
  • Siðmennt styður við vísindalegar aðferðir til að leita þekkingar um veröldina og lífheiminn.
  • Félagið býður upp á þjónustu athafnarstjóra félagsins við nafngjafir, giftingar og útfarir, auk vandaðs námskeiðs fyrir ungmenni til undirbúnings fyrir borgaralega fermingu.

Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins.

Félagar fá send fréttabréf með netpósti, boð á aðalfund hvers árs og afslátt af ýmissi þjónustu félagsins.

Félagsmenn eru um þúsund talsins. Félagið vantar fleiri félagsmenn til að vinna að markmiðum þess og greiða árgjald sem er 4400 krónur og eða skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Námsmenn, öryrkjar og aldraðir fá nú helmingsafslátt af félagsgjaldi óski þeir eftir því og greiða þá 2200 krónur.  Makar félagsmanna eiga kost á 25% afslætti og greiða 3300 krónur.

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna