Athafnarstjórar Siðmenntar

Athafnaþjónusta Siðmenntar hófst formlega 29. maí 2008. Allir athafnarstjórar félagsins hafa hlotið menntun og þjálfun og hafa staðist gæðakröfur félagsins áður en þeir geta hafið athafnarstjórnun á vegum þess.  Siðmennt fékk lögformlega skráningu sem lífsskoðunarfélag í byrjun maí 2013 og fengu fyrstu athafnarstjórar félagins vígsluréttindi í kjölfarið. Vígsluréttindi til giftinga eru í umboði formanns Siðmenntar, Ingu Auðbjargar Straumland (2019-), til athafnarstjóranna samkvæmt leyfisbréfi Innanríkisráðuneytisins til þeirra.

Á vegum félagsins eru nú starfandi eftirfarandi athafnarstjórar:

Guðrún Vala Elísdóttir

Guðrún Vala Elísdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Guðrún Vala er áhugasöm um lífið og tilveruna, en henni er best lýst sem félagslyndum einfara. Hún er alltaf að læra eitthvað og er með BA gráðu í mannfræði, B.Ed og M.Ed gráður og alls konar diplómur á framhaldsstigi s.s. í sérkennslu, náms- og starfsráðgjöf, hugrænni atferlismeðferð og fjölmenningu. Hún brennur fyrir réttlæti og málefnum innflytjenda auk þess að vera sílesandi. Fædd 1966 og gerðist athafnastjóri árið 2018. Starfar mest á Vesturlandi og stundum fyrir sunnan.

Tungumál: Enska og norðurlandamál (þó ekki finnska). Jafnvel smá pólska.

 • Vesturland
Hörður Torfason

Hörður Torfason

Gifting, Nafngjöf

Hörður Torfason er fæddur 1945 og hefur verið athafnarstjóri frá 19. júlí 2012. Stýrði fyrstu giftingu samkynhneigðra hjá Siðmennt. Hörður er leikari, tónlistarmaður og baráttumaður fyrir mannréttindum og réttlæti.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuðborgarsvæðið
Gunnar Hersveinn

Gunnar Hersveinn

Gifting, Nafngjöf

Hugsjónir Gunnars Hersveins snúast um friðarmenningu, mannréttindi, borgaravitund, náttúruvernd og hamingju annarra og hefur hann skrifað fjölda greina um efnið og flutt erindi. Hann er heimspekingur, rithöfundur og fyrirlesari. Skrifaði m.a. bókina Gæfuspor – gildin í lífinu þar sem leitast er við að draga fram valdar dygðir, tilfinningar, fagra hugsun og skyn á tímann. Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum.

Tungumál: Íslenska, enska

 • Reykjavík
Árni Grétar Jóhannsson

Árni Grétar Jóhannsson

Gifting, Nafngjöf

Fæddur 1983. Athafnarstjóri frá 26. maí 2012.

Tungumál: Íslenska, sænska (klára mig á dönsku og norsku) og hef verið með athafnir á ensku þó ég sækist ekki eftir þeim.

 • Höfuðborgarsvæðið
Davíð Stefánsson

Davíð Stefánsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Ég elska orð og fjölbreytileika manneskjunnar og allt sem henni fylgir. Því finnst mér tilhugsunin um að taka þátt í hátíðlegum athöfnum með öðrum alveg sérlega aðlaðandi og skemmtileg. Sjálfur er ég fjöllistamaður sem lærði bókmenntafræði; ég skrifa eigin bækur, þýði texta, ritstýri og prófarkales, auk þess að kenna skapandi skrif.

Starfandi frá júlí 2018.

Tungumál: Íslenska, enska og sænska. Auk þess get ég séð um athafnir á dönsku, norsku og ítölsku, með góðum undirbúningi

 • Höfuðborgarsvæðið
Elías Bjartur Einarsson

Elías Bjartur Einarsson

Gifting, Nafngjöf

Elías er kátur drengur sem nýtur þess að velta vöngum, eiga góðar samræður og stara á stjörnurnar. Hann dreymir um að fljúga, hefur gaman af því að ganga á fjöll og vera úti í náttúrunni og nýtur þess að gera stórar stundir í lífi annarra notalegar og eftirminnilegar. Elías er með BA gráðu í heimspeki og starfar sem landvörður. Athafnastjóri frá 2016 á höfuðborgarsvæði og nágrenni. Fæddur 1992.

Tungumál: Íslenska, spænska og enska.

 • Reykjavík
Inga Auðbjörg K. Straumland

Inga Auðbjörg K. Straumland

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Inga nýtir skapandi samskiptahæfileika og ástríðu fyrir menningu til að leggja sitt á vogaskálarnar fyrir bættu samfélagi. Inga er vefhönnuður og Kaospilot og stundar jafnframt MPM-nám í verkefnastjórnun í HR. Inga tekur virkan þátt í stjórnmálum og skátastarfi og situr að auki í athafnaráði Siðmenntar. Athafnastjóri frá 2013 á höfuðborgarsvæði og nágrenni. Fædd 1986.Tungumál: íslenska, enska. Getur einnig fléttað eftirfarandi tungumálum inn í athöfn til móts við ensku: Hollenska, þýska, danska, norska, sænska.

Tungumál: Íslenska, enska. Getur fléttað hollensku, þýsku, dönsku, norsku og sænsku í athafnir.

 • Reykjavík
Helga Einarsdóttir

Helga Einarsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Helgu finnst ómetanlegt að fá að taka þátt í mikilvægum tímamótum í lífi fólks. Hún leggur áherslu á hátíðlegar en jafnframt einlægar athafnir þar sem gleðin er í fyrirrúmi. Helga er fædd árið 1980 og er þjóðfræðingur og jógakennari. Hún er einnig með kennsluréttindi og hefur meðal annars sinnt kennslu á háskólastigi, starfað sem safnkennari og unnið við prófarkalestur og ritstörf. Undanfarin ár hefur hún verið með annan fótinn á Írlandi þar sem hún hefur stýrt ýmsum menningartengdum verkefnum, kennt jóga og starfað sem aukaleikkona í sjónvarpsþáttum.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuðborgarsvæðið
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

Gifting, Nafngjöf

Ólöf er í tímabundu leyfi frá athafnastjórnun og tekur því ekki að sér athafnir eins og er

Ólöf Hugrún er fædd árið 1982 og hefur verið athafnarstjóri frá maí 2016. Bakgrunnur: leiklist og margvísleg störf.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuðborgarsvæðið
Margrét Gauja Magnúsdóttir

Margrét Gauja Magnúsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Margrét Gauja hefur brennandi áhuga á stjórnmálum og þátttöku ungs fólks í lýðræðistöku. Hún tók þátt í undankeppni Eurovision sem barn, hefur saumað sér peysuföt og elskar að eyða tíma með vinum sínum og leysa öll vandamál heimsins yfir bjór. Margrét Gauja er með BA próf í Uppeldis- og menntunarfræðum og með kennsluréttindi. Hún hefur kennt náttúrufræði og félagsgreinar síðaðsta áratug. Einnig starfar hún sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sem leiðsögumaður, heldur fyrirlestra og námskeið og stýrir athöfnum fyrir Siðmennt, í peysufötum. Athafnastjóri frá 2016 á höfuðborgarsvæðinu. Fæddur 1976.

Tungumál: Íslenska, enska og spænska.

 • Reykjavík
Helga Bára Bragadóttir

Helga Bára Bragadóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Helga Bára Bragadóttir er fædd 1974 og hefur verið athafnastjóri frá 2015. Samhliða útförum hefur hún sérhæft sig í smærri hjónavígslum og nafngjöfum s.s. í heimahúsum og undir berum himni. Helga Bára leggur áherslu á klæðskerasniðnar athafnir með hátíðlegum léttleika sem endurspegla fjölbreytileika þeirra sem til Siðmenntar leita. Helga Bára er menntuð í mannfræði, kennslu og verkefnastjórnun. Hún hefur lengst af starfað á sviði fræðslu og mannúðarmála bæði á Íslandi og erlendis og er alvön að stýra stærri sem smærri viðburðum. Helgu Báru finnst m.a. gaman að velta vöngum um siðferðileg álitamál, læra framandi tungumál og sinna sjálfboðastörfum.

Tungumál: Íslenska og enska, auk þess að vefja öðrum tungumálum inn í athafnir eftir því sem þurfa þykir (s.s. þýsku, frönsku, spænsku og dönsku).

 • Höfuðborgarsvæðið og víðar eftir þörfum.
Tryggvi Björgvinsson

Tryggvi Björgvinsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Tryggvi Björgvinsson er fæddur árið 1982 og hefur verið athafnarstjóri frá 7. júlí 2012. Tryggvi starfar sem tölvuverkfræðingur.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuðborgarsvæðið
Hilmar Hildar Magnúsarson

Hilmar Hildar Magnúsarson

Gifting

Hilmar hefur mikinn áhuga á fjölbreytileika og fagurfræði í mannlegum samskiptum. Hann er með MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, BA í arkitektúr frá Arkitektskolen Aarhus og lauk 5. stigi í klassískum píanóleik. Þá hefur hann lengi barist fyrir mannréttindum og lífshamingju hinsegin fólks, m.a. sem formaður Samtakanna ´78. Hilmar spilar og syngur til heimabrúks og hefur einnig sungið með ýmsum kórum, s.s. Mótettukór Hallgrímskirkju, Raddbandafélagi Reykjavíkur og Hinsegin kórnum sem hann tók þátt í að stofna árið 2011. Hann hefur mikinn áhuga á menningu og listum og m.a. skrifað, framleitt og flutt eigin útvarpsþætti fyrir Rás 1. Hilmar stundar jóga og hugleiðslu og bregður sér í sund og jafnvel á skíði þegar færi gefst. Hann hefur unun af ferðalögum, læra ný tungumál og kynnast fólki af fjölbreyttum menningarbakgrunni. Hilmar leggur áherslu á að skapa fallegar, hlýjar og persónulegar athafnir, þar sem húmorinn er ekki langt undan. Heimavið eða úti í náttúrunni, við formlegar og óformlegar aðstæður. Athafnastjóri frá 2018 á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni en hefur hlýjar taugar til landsins alls – ekki síst til Ísafjarðar, þar sem hann ólst upp, og Vopnafjarðar þaðan sem hann er ættaður í móðurætt. Fæddur 1976.

Tungumál: Íslenska, enska og danska.

Tryggvi Gunnarsson

Tryggvi Gunnarsson

Gifting

Markmið Tryggva er alltaf að gera persónulega og ógleymanlega athöfn, hvort sem hún fer fram í heimahúsi eða á mið-hálendinu, brúðhjón séu í kjól og hvítu, eða Star-wars búningum. Tryggvi er með Bs í líffræði með mannfræði sem aukafag, BA gráðu í sviðslistum, situr í stjórn leikstjórafélags Íslands og fer með ferðalanga ofaní hraunhella og gegnum ísgöng. Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæðinu en er mikil fjallageit og ferðalangur. Fæddur 1980.

Tungumál: Íslenska, enska og smá norska/danska.

 • Reykjavík
Anna Brynja Baldursdóttir

Anna Brynja Baldursdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Anna Brynja er fædd árið 1979 og er ævintýralega áhugasöm um fólk og leitast við að gera athafnir sem fókusa á einstaklinga dagsins. Hún hefur verið athafnastjóri frá árinu 2018. Hlýleiki, einlægni og húmor endurspegla Önnu Brynju og hún vílar ekki fyrir sér að fara skapandi leiðir í athöfnum ef eftir því er óskað. Anna Brynja er menntuð leikkona frá Rose Bruford College í Englandi og með kennsluréttindi í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Hún starfaði sem leikkona, leiklistarkennari og leikstjóri um árabil og lengst af í barnaleikhúsi. Einnig starfaði hún sem blaðakona í 5 ár. Hún starfar í dag sem samskiptastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæki og er þess á milli afar dugleg að skemmta ferðamönnum og fræða þá í leiðinni um íslenskan bjór og sögu hans.

Tungumál: Íslenska, enska og spænska að hluta.

 • Höfuðborgarsvæðið
Sigrún Valbergsdóttir

Sigrún Valbergsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Einlægur náttúruverndarsinni sem líður best á göngu um fáfarnar óbyggðaslóðir. Hef áhuga á öllu sem lifir í lofti, láði og legi og því hvernig landið varð til og mótaðist og mótaði íbúa sína þar með. Leikstjóri og leiðsögumaður á Íslandi og erlendis. Kennari í ýmsum fögum við Leiðsöguskólann í Kópavogi. Athafnastjóri frá 2009.

Tungumál: Íslenska og þýska. Skil og tala ensku, dönsku, sænsku, norsku og færeysku. Stautfær í frönsku.

 • Reykjavík
Selma Lóa Björnsdóttir

Selma Lóa Björnsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Selma Lóa er fædd árið 1974 og er listunnandi orkubolti með óslökkvandi ást á menningu og listum og ferðalögum. Selma Lóa Björnsdóttir er sjálfstætt starfandi fjöllistakona með ævintýraþrá, brennandi áhuga á mannfólkinu og óslökkvandi ferðaást. Hún hefur sett upp ótal sýningar um víða veröld, sungið tvisvar í Eurovision ( lenti í öðru sæti í Ísrael 1999), samið dansa fyrir ótal söngleiki, leikið og sungið í yfir 30 leikritum og söngleikjum, verið dómari í Allir geta dansað, Idol Stjörnuleit og Ísland got talent, leikið norn í Fólkinu í blokkinni og hjólreiðagellu í Undir trénu, talsett fjöldan allan af teiknimyndum ( talaði meðal annars fyrir Ömmu krumpu í Rauðhettu og Barbei…….enginn millivegur) og leikstýrt einnig talsetningun. Hún er mikill stuðbolti og tilfinningaspaghetti og langar að gefa af sér á mikilvægum stundum í lífi fólks. Selma Lóa hefur verið athafnastjóri frá 2018 á höfuðborgarsvæðinu.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuðborgarsvæðið
Anna Pála Sverrisdóttir

Anna Pála Sverrisdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Anna Pála er búsett erlendis sem stendur en tekur þó að sér stöku athöfn á Íslandi þegar aðstæður hittast rétt á.

 • Reykjavík
Mörður Árnason

Mörður Árnason

Gifting, Nafngjöf

Mörður (f. 1953) starfar sjálfstætt á ReykjavíkurAkademíunni við íslensk fræði, bókagerð og ýmiskonar textalestur. Hann er Reykvíkingur, vinstrimaður, alþjóðasinni, KR-ingur, áhugamaður um menningu og fræði forn og ný, umhverfissinni, gönguskíðamaður, femínisti og húmanisti. Hefur starfað við orðabókargerð, blaðamennsku og bókaritstjórn, verið aðstoðarmaður fjármálaráðherra og alþingismaður. Ritstjóri þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar, gefið út (einn og með öðrum) Grágás, Vídalínspostillu, Passíusálmana o.fl., skrifaði Málkróka um allskonar íslensku. Í námi í Reykjavík, Ósló og París, farið nokkuð um Evrópu og Miðausturlönd. Bjartsýnismaður af viljastyrk, yfirleitt í góðu skapi, ágætur ræðumaður og rithöfundur og vanur margskonar athöfnum. Ómannglöggur, stundum gleyminn og einsog fjarstaddur, en börnum finnst hann skrýtinn og skemmtilegur. Kvæntur Lindu Vilhjálmsdóttur ljóðskáldi, á þrjú afabörn, Hlín, Hafþór og Hörpu, og stuðningssoninn Þorgeir Örn. Sem sé: Þinn maður.

Tungumál: Íslenska (ný og forn), skandinavíska (bóknorska) og enska, franska í þokkalegu lagi, skilur þýsku og getur lesið.

 • Höfuðborgarsvæðið
Steinar Harðarson

Steinar Harðarson

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Steinar Harðarson er fæddur 1944 og hefur verið athafnarstjóri frá 25. mars 2007. Steinar hefur verið stjórnarmaður í Siðmennt og svo gjaldkeri frá 2013-2017. Hann var í kennslunefnd athafnaþjónustu Siðmenntar 2008-2015 og svo hefur hann stjórnað fjölmörgum fermingarathöfnum á vegum félagsins. Steinar var við tæknifræðinám og störf í Svíþjóð á árunum 1969-1980. Hann var umdæmisstjóri hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík frá 1999. Steinar er mikill áhugamaður um félagslegt réttlæti og jafnrétti og hefur setið í stjórn og einn af stofnendum félagsins Icelandpanorama sem vinnur gegn fordómum og mismunun.

Tungumál: Íslenska, sænska (klára mig á dönsku og norsku) og hef verið með athafnir á ensku þó ég sækist ekki eftir þeim.

 • Reykjavík
Gyða Einarsdóttir

Gyða Einarsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Hún hefur mikinn áhuga á flestu sem viðkemur samfélagi manna og þá sérstaklega stjórnmálum, menntamálum, matargerð, menningu og listum. Hún stundar fjölbreytta hreyfingu og leggur mikið upp úr samveru með fjölskyldu og vinum. Hún hefur afar gaman af ferðalögum, innanlands sem utan. Gyða er menntaður myndlistarkennari og er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Athafnastjóri frá 2016 á höfuðborgarsvæðinu. Fædd 1978.

Tungumál:  Íslenska, enska, skandinavíska.

 • Reykjavík
Katrín Oddsdóttir

Katrín Oddsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Katrín Oddsdóttir er fædd árið 1977 og er lífsglaður lögfræðingur með óbilandi trú á fegurð, húmor og réttlæti. Katrín Oddsdóttir er mannréttindalögfræðingur og spunaleikari. Trúir af öllu hjarta á fegurðina í lífinu og að nálgast kjarna hennar í gegnum húmor og einlægni. Katrín er með meistaragráðu í mannréttindum frá University of London, BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Dublin City University. Hún starfaði sem lögmaður um árabil auk þess sem hún sat í Stjórnlagaráði. Hún sinnir um þessar mundir ýmsum störfum m.a. fyrir Öryrkjabandalagið og kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík auk þess sem hún ferðast víða um veröld til að flytja fyrirlestra um íslenska stjórnarskrárferlið. Fékk athafnastjóraréttindi sumarið 2018 en hafði áður sinnt athöfnum fyrir vini og vandamenn.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuðborgarsvæðið
Sævar Freyr Ingason

Sævar Freyr Ingason

Gifting, Nafngjöf

Sævar Freyr er fæddur 1962 og lauk námi í athafnarstjórnun haust 2013. Sævar er fjölskyldumaður og áhugamaður um heimspeki.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Eyjafjörður og nágrenni
Ásdís Benediktsdóttir

Ásdís Benediktsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Forvitinn vísindamaður sem elskar umræður um lífsgildi. Sefur best eftir líkamsrækt og elskar orðabrandara. Virðing umfram allt. Ásdís er jarðeðlisfræðingur í húð og hár og er í þann mund að klára doktorspróf frá Háskóla Íslands. Hún vinnur hjá Íslenskum Orkurannsóknum þar sem hún rannsakar jörðina með eðlisfræði og kemur þekkingu áleiðis til annarra. Kennir raungreinar utan vinnutíma. Athafnastjóri frá 2012 á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Tungumál: Íslenska, enska, franska.

 • Reykjavík
Bjarni Snæbjörnsson

Bjarni Snæbjörnsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Náttúrubarn og kærleiksbjörn sem sér húmorinn í litbrigðum lífsins. Bjarni er BFA í leiklist og MA í listkennslufræðum frá LHÍ. Hann er einnig BA í ensku frá HÍ. Bjarni vinnur jöfnum höndum á mörgum mismunandi stöðum við að kenna leiklist, leika, syngja og er stundum viðriðinn viðburðastjórnun. Athafnastjóri frá 2015 á höfuðborgarsvæði og nágrenni. Fæddur 1978.

Tungumál: Íslenska, enska, franska.

 • Höfuðborgarsvæðið
Sigurður Ólafsson

Sigurður Ólafsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Sigurður er menntaður og starfar sem skipstjórnarmaður. Hann hefur verið athafnarstjóri frá 2013. Hann hefur einlægan áhuga á heimspeki, siðfræði og sögu sem og málefnum líðandi stundar. Hann fær mikla gleði, sem athafnarstjóri, út úr því að vinna með fólki og taka þátt í að skapa tímamótastundir í lífi þess.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfn í Hornafirði og nágrenni
Hákon Guðröðarson

Hákon Guðröðarson

Gifting, Nafngjöf

Hákon Guðröðarson, kallaður Hákon Hildibrand, er fæddur 1987 og er litríkur lífskúnstner sem geymir bónda í hjarta sér. Hákon er fæddur og uppalin Austfirðingur sem hélt út í heiminn og skilaði sér svo aftur í sveitina. Menntaður í hótel- og veitingarstjórnun frá Sviss, rekur Hildibrand Hótel og ýmiskonar tengda ferðaþjónustu í Neskaupstað ásamt því að sinna garðrækt og búrekstri. Hákon brennur fyrir menningu og nýsköpun á landsbyggðinni. Þegar hann er ekki að rækta garðinn sinn þá ræktar hann sína innri konu og er duglegur að koma fram í dragi. Hákon hefur verið athafnastjóri frá 2018 á Austurlandi.

Tungumál: Íslenska, enska, danska, grunnfærni í þýsku.

 • Austurland
Arnar Snæberg Jónsson

Arnar Snæberg Jónsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Arnar er lífsglaður, skapandi og einlægur bangsi og stórfjölskyldufaðir frá Ströndum. Hann lærði tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ og vinnur í dag sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Hann hefur líka flakað kola, stjórnað safni og svarað í síma á Neyðarlínunni svo fátt eitt sé nefnt. Þegar bjart er úti situr Arnar við eldhúsborð í Hafnarfirði og yrkir sléttubönd, en á kvöldin fær hann útrás með því að pönkast á sviði sem eins manns hljómsveitin Hemúll. Arnar hefur starfað sem athafnarstjóri frá 2018 og elskar að finna réttu blönduna af hlýju, húmor og hátíðleika í athöfnum sem hann stjórnar.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuborgarsvæðið
Svanur Sigurbjörnsson

Svanur Sigurbjörnsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Það gleður Svan að eiga þátt í að gera stóru stundirnar í lífi fólks ánægjulegar, hlýlegar og eftirminnilegar. Hann er heimspekilega þenkjandi og rólyndur, og á stutt í smá glens. Svanur er læknir, sérfræðilærður í lyflækningum og eiturefnafræðum. BA/BS í heimspeki / læknisfræði frá HÍ og diploma í heimspeki/listum (prisma) frá HB/KHÍ. Hann er í MA námi í lífsiðfræði við HÍ og kennir siðfræði við Læknadeild HÍ. Hann er í þverfaglegum hópi sem stendur að vefsíðunni Upplyst.org. Svanur sat í stjórn Siðmenntar 2005-2013 og var gjaldkeri félagsins í 4 ár. Kennari í BF í 5 ár. Hann stofnsetti athafnaþjónustu Siðmenntar með stjórn félagins árið 2008, hafði umsjón með kennslu í athafnarstjórnun 2008-2016 og sat í athafnarráði 2016-2018. Stofnaðili í húmanísku viðbragðsteymi Siðmenntar 2017. Athafnarstjóri frá 2008 á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Fæddur 1965.

Tungumál: Íslenska, enska og spænska að hluta.

 • Reykjavík
Brynja Finnsdóttir

Brynja Finnsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Lífsglaður líffræðingur, lærdómsfús og forvitin. Leggur mikið upp úr góðum samskiptum og vandar til allra verka.  Brynja er líffræðingur að mennt og kennir raungreinar við Menntaskólann á Akureyri.  Athafnarstjóri frá 2016 á Norðurlandi. 

Tungumál: Íslenska og enska.

 • Reykjavík
Laufey Eiríksdóttir

Laufey Eiríksdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Laufey er jafnréttissinni og lítur á hlutverk sitt sem athafnastjóra, lið í því að Siðmennt geti boðið upp á athafnir hvar sem er á landinu.Hún hefur starfað við kennslu bæði barna og fullorðinna, unnið við ráðgjöf og rekstur safna. Er kennari og upplýsingafræðingur að mennt. Athafnastjóri frá 2012 á Norður- og Austurlandi. Búsett á Egilsstöðum og í Fnjóskadal. Fædd 1951.

Tungumál: Íslenska, skandinavísk mál og enska.

 • Austurland
Kristrún Ýr Einarsdóttir

Kristrún Ýr Einarsdóttir

Athafnir, Ferming, Gifting, Nafngjöf

Kristrún Ýr Einarsdóttir er fædd 1981 og hefur verið athafnastjóri síðan 2016. Villihjartað brennur heitt hjá Kristrúnu og henni finnst skemmtilegast að víkka sjóndeildarhringinn, prófa nýja hluti og læra af öðrum. Hún stundar nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Pólitíska hjartað sveiflast fram og aftur en berst alltaf fyrir mannréttindum. Hún hefur lengst af starfað sem blómaskreytir og við ýmis svið ferðaþjónustunnar. Kristrún ferðaðist í eitt ár um asíu og eyjaálfu og hélt sig að mestu á ótroðnum slóðum, þar lærði hún að bros er sannarlega besta tungumálið og að mannréttindi eru alls ekki sjálfgefin. Kristrún telur að það sé gríðarlega mikilvægt að fólk njóti trúfrelsis sem og frelsis til að hafna trúarbrögðum. Mikilvægir atburðir í lífi fólks líkt og nafngjöf, ferming, hjónavígsla og útför eiga að geta tekið mið af þeim gildum sem fólk vill tileinka sér óháð hvaða trú eða lífsskoðun fólk aðhyllist, það er því hennar markmið með að starfa hjá Siðmennt að styðja við frelsi og val manneskjunnar um persónulega þjónustu þegar kemur að mikilvægum atburðum í lífi fólks.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuborgarsvæðið
Gylfi Ólafsson

Gylfi Ólafsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Þó léttleikinn sé alltaf mikilvægur eru stóru stundirnar í lífinu tækifæri til að vera einlæg og örlítið heimspekileg eitt stundarkorn. Gylfi er ísfirskur heilsuhagfræðingur. Athafnastjóri frá 2015. Býr á Ísafirði.

Tungumál:  Íslenska, enska, sænska.

 • Ísafjörður
Tinna Rut Jóhannsdóttir

Tinna Rut Jóhannsdóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Mér er lífsins ómögulegt að setja eitthvað saman um sjálfa mig, en ég kann að tala fallega um aðra. BA í heimspeki og vöruhönnun og starfar sem framkvæmdastjóri í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Starfandi frá júlí 2016.

Tungumál: Íslenska, enska. Get flutt athöfn á ítölsku eða dönsku, en undirbúningur þyrfti að fara fram á ensku/íslensku.

 • Reykjavík
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir

Ferming, Gifting

Hún hefur mikinn áhuga á sálfræði, tónlist, spilum og bókum. Hún hefur sungið með einum eða öðrum kór nær samfellt frá átta ára aldri. Hún gerir ítrekaðar tilraunir til þess að stunda reglulega hreyfingu en notar frítíma sinn að mestu í að vera með fjölskyldunni. Steinunn er klínískur sálfræðingur með cand.psych gráðu af barnalínu frá HÍ. Hún á og rekur Litlu Kvíðameðferðarstöðina með samstarfskonum. Hún hefur auk þess kennt sálfræði á mennta- og háskólastigi og heldur reglulega fyrirlestra auk þess að skrifa í blöðin af og til. Athafnastjóri frá 2013 á höfuðborgarsvæðinu. Fædd 1980.

Tungumál: Íslenska og enska (er tvítyngd).

 • Reykjavík
Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson

Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Hefur brennandi áhuga á því að efla unga einstaklinga til þátttöku í samfélagi og hjálpa þeim að ala með sér virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Annars veit hann fátt betra en að eyða tíma með fjölskyldunni og elda góðan mat. Bæring er með meistaragráðu í kennslufræðum frá HÍ og starfar sem grunnskólakennari. Athafnarstjóri frá 2016 á Suðurlandi. Fæddur 1988.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Suðurland
Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala Helgadóttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Helga Vala er í tímabundu leyfi frá athafnastjórnun og tekur því ekki að sér athafnir að sinni

Lífið er hlaðborð. Ef þú smakkar bara einn rétt, þá missir þú af því að upplifa fjölbreytileikann. Prófaðu… og þú munt uppskera ríkulega. Helga Vala er lögmaður og leikkona, á og rekur lögmannsstofuna Völvu lögmenn í miðborg Reykjavíkur, situr í stjórn Dansmenntar og Höfundarréttarráði auk þess að vera alþingismaður og umboðsmaður hljómsveitarinnar Mammút. Athafnastjóri frá 2016 á höfuðborgarsvæði og um landið. Fædd 1972.

Tungumál:  Íslenska, enska.

 • Reykjavík
Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf, Útför

Jóhann Björnsson er fæddur 1966 og hefur verið athafnastjóri frá 25. mars 2007. Jóhann var jafnframt formaður Siðmenntar frá febrúar 2015 og til júlí 2018. Menntun, störf og annað: BA og MA í heimspeki. Er með kennsluréttindi og hefur stundað kennslu í grunnskóla og í fullorðinsfræðslu undanfarin ár. Jóhann hefur kennt og verið kennslustjóri á undirbúningsnámskeiðum fyrir borgaralega fermingu frá 1997. Jóhann stýrði fyrstu giftingunni á vegum félagins.

Tungumál: Íslenska, enska (jafnvel franska).

 • Reykjavík
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Gifting, Nafngjöf

Sigurður Hólm Gunnarsson er fæddur 1976 og hefur starfað í Siðmennt frá því fyrir aldamót. Sigurður Hólm hefur verið formaður Siðmenntar síðan 2018. Sigurður er iðjuþjálfi og starfar sem forstöðumaður á skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík. Sigurður er mikill áhugamaður maður um vísindi, heimspeki, stjórnmál og trúarbrögð og ver miklum tíma í að lesa sér til um þau efni. Sigurður hefur rekið vefritið Skodun.is frá því 1999 þar sem hann ritar hugleiðingar sínar reglulega. Tónlist spilar stórt hlutverk í tilverunni og þá aðallega þungarokk en líka öll falleg tónlist. Uppáhalds íslensku listamennirnir hans eru Svavar Knútur og Dimma. Sigurður er mikill fjölskyldumaður og býr með eiginkonu sinni, Ragnheiði Láru, ásamt þrem börnum, þeim Birgi Orra, Bjarti Hólm og Mána Hólm í Grafarvoginum. Svo sér hann líka um tvo ketti þá Lottu og Snúð sem í raun stjórna heimilinu eins dýrum af þessari tegund er einum lagið. Helstu fyrirmyndir hans í lífinu eru vísindafræðarinn Carl Sagan og mannvinurinn Thomas Paine sem sagði meðal annars: „Heimurinn er föðurland mitt og góðverk mín trúarbrögð“.

Tungumál: Íslenska, enska.

Björg Magnúsdóttir

Björg Magnúsdóttir

Gifting, Nafngjöf

Giftingar og nafngjafir eru einhverjir mikilvægustu og dásamlegustu viðburðir í lífi fólks. Ég vil meina að þetta geti líka verið skemmtilegar stundir með dass af húmor og legg mig alla fram við að búa til slíka merkisviðburði með öðrum. Ég er fædd árið 1985, stjórnmálafræðingur að mennt og alin upp í Hafnarfirði en bý nú í Vesturbæ Reykjavíkur. Síðustu ár hef ég starfað við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi á RÚV. Ég hef líka skrifað bækur og sjónvarpsþætti og er einlægur aðdáandi alls konar menningar. Mér finnst kaffi og trúnó mjög gott kombó og elska að skoða heiminn. Ég lauk námskeiði hjá Siðmennt í athafnastjórnun vorið 2018.

Tungumál: Íslenska, enska.

 • Höfuðborgarsvæðið
Sigurður Rúnarsson

Sigurður Rúnarsson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Sigurður Rúnarsson er fæddur 1974 og hefur verið athafnarstjóri frá nóvember 2013 bæði á Íslandi og í Noregi hjá HEF systursamtökum Siðmenntar í Noregi Sigurður hefur stjórnað fjölmörgum nafnagjöfum á vegum Siðmenntar. Sigurður er sérfræðingur í upplýsingatækni og býr og starfar í Noregi en dvelst oft á Íslandi og sinnir athöfnum fyrir Siðmennt. Áður starfaði Sigurður í um 20 ár við útfaraþjónustu hjá Útfararþjónustunni við útfararstjórn. Sigurður hefur mikinn áhuga á tungumálum, sagnfræði og mannfræði.

Tungumál: Íslenska, enska, norska, en gæti komið frá sér texta á spænsku og þýsku.

Benedikt Sigurðarson

Benedikt Sigurðarson

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Benedikt Sigurðarson er fæddur 1952 og er samfélagssinni sem elskar óspillta náttúru, ferðalög, leiklist og söng. Benedikt er með meistarapróf í stjórnun og stjórnsýslu og var lengi skólastjóri og háskólakennari en starfar nú sem framkvæmdastjóri Búfesti hsf Athafnastjóri frá 2018 á Norðurlandi/Norðausturlandi.

Tungumál: íslenska, enska (möguleiki á að vinna með þýsku, dönsku, sænsku eða norsku ef mikið liggur við og þá með góðum fyrirvara)

 • Norðurland/Norðausturland
Sesselía Ólafsdótttir

Sesselía Ólafsdótttir

Ferming, Gifting, Nafngjöf

Sesselía er fædd 1987 og er einlæg og forvitin um lífið og tilveruna. Sesselía Ólafsdóttir lauk leiklistar- og leikstjórnarnámi frá London árið 2012 og hefur síðan þá unnið hérlendis og erlendis sem leikkona og leikstjóri. Þá er hún annar helmingur gríndúettsins Vandræðaskáld og hefur undir þeim formerkjum unnið bæði sem veislustjóri og skemmtikraftur. Sesselía gerðist athafnastjóri árið 2018 og starfar mest á Norðurlandi og stundum fyrir sunnan.

Tungumál: Íslenska, enska, getur blandað þýsku og dönsku inn í athafnir.

 • Norðurland (stundum Höfuðborgarsvæðið)

 

 

 

 

Sævar Finnbogason

F. 1970. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Vesturland við Hvalfjörð og höfuðborgarsvæðið.

Tungumál athafna: íslenska, enska.

Bakgrunnur: Heimspeki, kennsla.

Kennir m.a. við borgaraleg fermingarnámskeið Siðmenntar

Elísabet Gunnarsdóttir

F. 19758. Athafnarstjóri frá maí 2016

Athafnir: Giftingar og nafngjafir

Staðsetning: Ísafjörður og nágrannabyggðir

Tungumál athafna: íslenska, enska, franska og norska.

Bakgrunnur: Arkitektúr, stjórnunarstörf.