Tómas Kristjánsson heiti ég og bíð mig fram sem formann stjórnar Siðmenntar. Undanfarnar vikur hef ég vermt sæti í stjórn og fengið góða tilfinningu fyrir gangi félagsins og þeim áskorunum sem bíða.

Annars er ég nokkuð nýr fyrir ykkur flestum en vonandi man einhver eftir mér frá því á síðasta aðalfundi þar sem ég komst ekki á félagafundinn í gær. Ég hef verið öflugur í frumkvöðlastarfi undanfarin 15 ár og þar dugar ekkert nema can-do attitude, í staðinn fyrir lets not attitude, til að leysa hlutina.

Ég hef upplifað nokkurn misskilning hjá fólki með húmanisma og starf Siðmenntar í gegnum árin, sérstaklega eftir að ég fór að ræða um borgaralega fermingu elstu dóttur minnar. Það virðist vera undirtónninn í þessari umfjöllun að Siðmennt sé etv. einskonar Píratar trúarheimsins. En siðmennt er ekki trúfélag. Húmanismi byggir á mannvirðingu, einstaklingsfrelsi, samábyrgð, lýðræði og vísindalegri aðferðafræði sem á varla upp á pallborðið hjá öðrum trúfélögum.

Mannkynið er félagsvera sem myndar samfélög. Húmanismi á að vera þar ofaná með aukinni áherslu á siðfræði. Ég á mér þann draum að sem flestir aðhyllist á endanum þá hugmyndafræði sem húmanisminn stendur fyrir. Inn í þeim draum er ekki pláss fyrir trúarbrögð sem eru notuð til að réttlæta voðaverk.

Það er mín skoðun að húmanismi sé hugmyndafræði sem á að vera miklu útbreiddari hérlendis en raun ber vitni. Það er komið að öflugum einstaklingi með góða sýn á hvað húmanismi er, reynslu af frumkvöðlastarfssemi og tækniþekkingu til að leiða þetta félag til framtíðar á þessari upplýsingaöld sem við lifum á. Ég tel mig vel í stakk búinn til að nýta reynslu mína til að koma félaginu á framfæri, stuðla að fjölgun meðlima og bæta ímynd þess út á við.

Takk fyrir.