Skýrsla formanns vegna ársins 2013
Hér má lesa skýrslu formanns Siðmenntar sem lögð var fram á aðalfundi félagsins 6. mars 2014. Kæru félagar, Síðasta ár var merkilegt ár í sögu Siðmenntar. Athafnir félagsins hafa aldrei…
Hér má lesa skýrslu formanns Siðmenntar sem lögð var fram á aðalfundi félagsins 6. mars 2014. Kæru félagar, Síðasta ár var merkilegt ár í sögu Siðmenntar. Athafnir félagsins hafa aldrei…
Húmanistaviðurkenning Siðmenntar 29. okt. 2013
Komið þið sæl og þakka ykkur hjartanlega fyrir að koma hingað í dag til að gleðjast með okkur og verðlaunahöfum okkar. Fyrir 9 árum tók stjórn Siðmenntar ákvörðun um að veita árlega Húmanistaviðurkenningu. Einstaklingar, félagasamtök eða aðrir sem hafa lagt talsvert af mörkum í þágu mannréttinda á Íslandi eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna. Aðilar sem hafa fengið húmanistaviðurkenningu Siðmenntar hingað til eru Samtökin ’78, Ragnar Aðalsteinsson, Tatjana Latinovic, Rauði Kross Íslands, Alþjóðahús, Hörður Torfason, Páll Óskar Hjálmtýsson, og í fyrra þrír aðilar sem allir starfa við að fræða almenning um og vekja athygli á afleiðingum eineltis: Liðsmenn Jerico, Viðar Freyr Guðmundsson og Gunnar Halldór Magnússon Diego. (meira…)
Aðalfundur Siðmenntar var haldinn fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 20:00 á Hótel Borg.
Fundurinn var vel sóttur og Sif Traustadóttir, dýralæknir og formaður Dýraverndunarsambands, flutti áhugavert erindi um stöðu dýraverndunarmála á Íslandi.
Ljósmyndir frá viðburðinum má sjá að neðan.
Ýmislegt markvert átti sér stað á síðasta starfsári Siðmenntar. Félagið fékk nokkrar opinberar viðurkenningar, tók þátt í umræðum um aðskilnað skóla og kirkju auk þess sem Siðmennt hóf að veita nýja þjónustu. Störf Siðmenntar á síðasta ári virðast hafa fallið í góðan jarðveg hjá þjóðinni því félagsmönnum fjölgaði mjög mikið á þessum tíma. (meira…)