Opið bréf til Páls Magnússonar útvarpsstjóra RÚV

  • Post Category:Fréttir

Reykjavík 10. nóvember 2010

Undanfarið hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, orðið fyrir mikilli gagnrýni frá starfsmönnum Þjóðkirkjunnar í fjölmiðlum. Hefur sú gagnrýni meðal annars komið frá prestum og sjálfum biskupnum yfir Íslandi. Stjórn Siðmenntar fagnar allri málefnalegri umræðu um mannréttindi og ólíkar lífsskoðanir.

Stjórn Siðmenntar vill þó gera alvarlegar athugasemdir við þau ósannindi sem hafa verið látin falla um félagið á vettvangi RÚV. Húmanistar hafa verið sakaðir um að vilja banna fræðslu um trúarbrögð í skólum, vilja banna jólaundirbúning og meira að segja hafa húmanistar verið sakaðir um að vilja banna öðru fólki að trúa og hafa sína lífsskoðun. Þetta eru allt meiðandi rangfærslur sem þarf að leiðrétta. (meira…)

Siðmennt óskar eftir afsökunarbeiðni biskups

  • Post Category:Fréttir

Stjórn Siðmenntar sendi Karli Sigurbjörnssyni biskup Þjóðkirkju Íslands í gær 5. desember bréf þess efnis að félagið fari fram á við biskup að biðjast afsökunar, draga til baka eða leiðrétta opinberlega ummæli sín um að „Siðmennt [séu] hatrömm samtök“ sem höfð voru eftir honum og skrifuð í tveimur fréttum á bls 2 í dagblaðinu 24-Stundum föstudaginn 30. nóvember s.l.

Einnig er áréttað nú beint við biskup, eins og áður hefur verið gert gegnum greinaskrif, að Siðmennt hefur aldrei mælt mót kristinfræðslu eða trúarbragðafræðslu í skólum.

Siðmennt mun bíða svars frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi Þjóðkirkju Íslands. Bréfið er birt hér í heild sinni.

(meira…)