Húmanistar ofsóttir í sjö löndum

Í árlegri skýrslu IHEU, Alþjóðasamtaka siðrænna húmanista sem Siðmennt er aðili að, kemur fram að í sjö löndum eru stundaðar kerfisbundnar ofsóknir á hendur húmanistum.

Í 85 löndum eru eitt eða fleiri atriði af alvarlegri mismunun á gagnvart trúleysingjum. Það á t.d. við um lög um guðlast þar sem viðurlög er fangelsisvist, kennsla í bókstafstrú í opinberum skólum og ákvæði um dómstóla byggða á trúarkenningum sem meðhöndla réttindi fólks.

Í skýrslunni kemur fram að í 12 ríkjum er dauðarefsing við að afneita eða skipta um trú.

Sífellt fleiri einstaklingar í Saudi-Arabíu, Pakistan eða Afganistan tala opinskátt um að þeir séu húmanistar þrátt fyrir stöðuga ógn sem þeim stafar af morðhótunum.

IHEU hvetja alla til að fordæma ofsóknir á hendur húmanistum og öðrum trúleysingjum og leggja baráttunni lið bæði með því að mótmæla þeim en einnig með framlögum í sérstakt átak IHEU.

https://www.gofundme.com/protect-humanists-at-risk

Ekki minnst á aðskilnað ríkis og kirkju

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki stakt orð um aðskilnað ríkis og kirkju. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn með samtals 44 þingmenn af 63 styðja aðskilnað. Eini flokkurinn sem lýst hefur yfir andstöðu við aðskilnað er Framsóknarflokkurinn með 8 þingmenn. Ekki liggur fyrir afstaða Flokk fólksins eða Miðflokksins (samtals 11 þingmenn).

Það eru veruleg vonbrigði.

Mannréttindi láta almennt lítið fara fyrir sér í sáttmálanum. Vissulega er kafli um jafnréttismál og annar um lýðræði auk þess sem tæpt er á réttindum nokkurra hópa í kafla um velferðarmál.

Tvisvar er minnst á mannréttindi en aðeins í samhengi við alþjóðastörf.

Það er von Siðmenntar að samstaða meðal þingmanna leiði okkur nær aðskilnaði ríkis og kirkju á kjörtímabilinu.

Siðmennt tekur þátt í hópsöfnun til verndar húmanistum í hættu

 Siðmennt tekur þátt í hópsöfnun (crowdfunding) ásamt öðrum húmanista- og trúleysishreyfingum til að styðja húmanista og trúleysingja sem sæta ofsóknum og ofbeldi víða um heiminn.

Samstarfið, sem nýtur stuðnings Alþjóðlegra samtaka siðrænna húmanista (e. International Humanist and Ethical Union, IHEU), hefur sett af stað fjársöfnun þar sem ætlunin er að safna 10.000 sterlingspundum.

Herferðinni verður hleypt af stokkunum 21. júní, á þeim degi sem trúlausir hópar um allan heim kalla Alþjóðlega húmanistadaginn.

Þessi fjáröflun kemur í kjölfar árlegrar Hugsanafrelsisskýrslu (e. Freedom of Thought Report) IHEU (2016) þar sem bent var á aukið ofbeldi gegn trúlausu fólki.

Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar, segir eftirfarandi um herferðina:

„Siðmennt hefur verið aðili að IHEU frá upphafi og það er mikilvægt að styðja við starf samtakanna í þessu mikilvæga og alvarlega máli. Við hvetjum því félagsmenn okkar og stuðningsmenn til að leggja málinu lið með því að gefa það sem þeir geta til að ná markmiðum herferðarinnar.

Stjórn Siðmenntar hefur samþykkt að leggja fram 1.000 punda framlag úr sjóðum félagsins og er það til marks um hversu mikilvægt félagið telur söfnunina vera.“

Andrew Copson, forseti IHEU, bætti við:

„Það hefur aldrei verið mikilvægara að samfélag okkar um allan heim standi saman í að styðja nauðstadda, og við erum gríðarlega þakklát fyrir stuðning samtaka eins og Siðmenntar.

Við höfum séð aukið ofbeldi gagnvart trúlausum, sérstaklega af hendi íslamskra öfgamanna, svo það er mikilvægt að við sem samtök á heimsvísu höfum bolmagn til að geta talað máli þeirra sem þess þurfa og styðja þá.

Stjórn Siðmenntar hvetur félagsmenn til að styðja átakið með því að leggja inn á hópsöfnunarreikning (crowdfunding) IHEU:

https://www.gofundme.com/whd2017

 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi

Húmanistar fagna afnámi guðlastlaga hjá SÞ

 

The International Humanist and Ethical Union (IHEU) flutti í dag mál fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þegar tekin var fyrir „Universal Period Review“ (UPR) skýrsla um mannréttindi á Íslandi. Málflutningur IHEU var í samvinnu við Siðmennt og European Humanist Federation.

Í yfirlýsingu sinni minnti Elizabeth O’Casey, fulltrúi IHEU, á að „lög um guðlast verndaði hugmyndir en ekki fólk og með því eru þau ógnun við grundvallar mannréttindi“.

Hún tók einnig undir skoðun Siðmenntar að það væri nauðsyn á stofnun þjóðbundinnar mannréttindaskrifstofu á Íslandi sem byggði á starfi Mannréttindaskrifstofu Íslands sem Siðmennt væri aðili að.

Í fréttatilkynningu frá IHEU í dag segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar:

„Afnám guðlastlaganna á Íslandi var stórt skref til að styrkja tjáningarfrelsi fólks. Lagagrein var vissulega ekki mikið notuð en við sjáum þó dæmi um að hún hafi verið notuð hér á landi en einnig í Evrópu. Skoðanir og jafnvel trúarskoðanir á að vera hægt að gagnrýna, án þess að eiga hættu á að fólk verði dæmt fyrir, því það er hluti lýðræðislegra samfélagsumræðu sem er öllum nauðsynleg.

Mikil samstaða náðist á þingi Íslendinga um að afnema lögin m.a. til að beina sjónum að grundvallar mannréttindum allra. Með því að nefna afnámið í tengslum við UPR skýrslu um Ísland er verið að draga athygli að nauðsyn þess að allir hafi réttinn til að tjá sig óháð hvar þeir búa.

Yfirlýsinguna í heild má lesa í meðfylgjandi frétt.

At UN, Humanists commend Iceland on abolition of blasphemy law

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna