Hvað gengur skólastjórnendum til?

BÆNAHALD, sálmasöngur, dreifing trúarrita, samþætting skólakóra við kirkjustarf, heimsóknir presta, samskráning í skólagæslu og trúarlegt starf, kirkjuferðir, setning skóla í kirkjum og skólum lokað til að sinna fermingarstarfi.

Ef einhver heldur að verið sé að lýsa skólastarfi og trúboði undir íslömsku trúræði þá er það rangt. Þetta eru atriði úr kvörtunum foreldra við fulltrúa Siðmenntar yfir skólastarfi á Íslandi á 21. öldinni. Á hverju hausti hafa foreldrar samband við Siðmennt og kvarta undan því að skólar sem reknir eru fyrir almannafé virði ekki lífsskoðanir þeirra. Þegar aðventa gengur síðan í garð hefst næsta holskefla hringinga óánægðra foreldra. Mörgum skólastjórnendum virðist um megn að virða þau mannréttindi foreldra að ala börn sín upp í þeirri lífsskoðun sem þeir kjósa sjálfir. Þetta á sér stað þrátt fyrir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg árið 2007, í máli nokkurra norskra foreldra gegn norskum menntayfirvöldum, kveði skýrt á um að brotið var gegn eftirfarandi ákvæði úr Mannréttindasáttmála Evrópu með ofangreindu háttalagi:

Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.
(Samningsviðauki 1,  gr. 2 – Réttur til menntunar)

Hvað gengur skólastjórnendum til?

(meira…)

Mannréttindabrot í íslenskum skólum?

Er brotið á mannréttindum í íslensku skólakerfi? Er lífsskoðun mín, sem húmanista, minna virði en kristin lífsskoðun? Ofuráhersla á kristnar lífsskoðanir í kennslu í opinberum skólum er brot á réttindum…

Vinur aftansólar sértu. Sonur morgunroðans vertu

„Vinur aftansólar sértu. Sonur morgunroðans vertu.“

Þannig orti siðræni húmanistinn, vestur-íslenska skáldið Stephan G. Stephanson, fyrir rúmri öld. Og þannig kjósa afkomendur Sigurbjarnar Einarssonar biskups að byrja minningargrein sína um hann í Morgunblaðinu 6. september og bæta við: „Þennan texta raulaði afi (þ.e. Sigurbjörn biskup) svo oft fyrir lítil börn“.

Þorsteinn Pálsson skrifaði í leiðara Fréttablaðsins sama dag: „Í honum (Sigurbirni Einarssyni) var einhver merkileg blanda þeirrar hógværðrar og lágra bursta sem einkenna skaftfellska sveitamenningu og mustera heimsmenningarinnar“. Lokaorð Þorsteins eru: „Kirkjan á hins vegar ekki sögu hans ein og sér. Á sinn hátt var Sigurbjörn Einarsson svo ríkur þáttur í sjálfsmynd Íslendinga að í sögunni verður hann maður fólksins í landinu“. (meira…)

Heimsendavandi kristni

Heimsendaangi kristinnar trúar hefur verið mér hugleikinn undanfarin misseri, eða allt frá því ég las bókina Jesus: Apocalyptic Prophet for a New Millenium eftir hinn kunna bandaríska biblíusérfræðing Bart D. Ehrman (1999). Túlkun Ehrmans á boðskap Jesú, eins og hann birtist í guðspjöllunum, felur í sér að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og að skoða beri siðaboðskap hans í því ljósi. Hér er ekki um einkaskoðun Ehrmans að ræða því undanfarin hundrað ár hefur þetta verið sú mynd af Jesú sem stór hluti fræðimanna hefur aðhyllst, „að minnsta kosti í Þýskalandi og Bandaríkjunum“. Þó heimsendaboðskapurinn virðist nú um stundir ekki njóta almennrar hylli meðal kristinna Vestur-Evrópubúa, tekur þessi boðskapur á sig fordómafulla mynd og lifir góðu lífi í Bandaríkjunum þar sem hann vex nú og dafnar sem aldrei fyrir. Hér á eftir hyggst ég gera grein fyrir pólitískum áhrifum kristinnar heimsendatrúar á vestræna menningu og hvort mögulegt sé að kveða niður þennan skæða óvin lýðræðis og skoðanafrelsis. (meira…)

Close Menu