Húmanískt viðbragðsteymi Siðmenntar

Húmanískt viðbragðsteymi sinnir áfallahjálp og tilfinningalegum stuðningi á veraldlegum grunni. Þjónustan er fólgin í samtali við fólk sem lendir í áföllum vegna ytri atvika eða innri persónulegra mála.

Þjónustan hentar öllum sem vilja veraldlega þjónustu og verður gjaldfrjáls félögum í Siðmennt. Fólk utan félagsins getur óskað hennar gegn hóflegu gjaldi.

Þjónustunni er ekki ætlað að vera meðferðarúrræði heldur fyrsta samtal um áfall þeirra sem til hennar leita. Eftir atvikum getur viðbragðsaðili teymisins vísað á fagaðila utan Siðmenntar til áframhaldandi úrvinnslu eða meðferðar. Þjónustunni er heldur ekki ætlað að vera bráðaþjónusta vegna alvarlegra veikinda eða geðrænna áfalla sem eiga heima á bráðamóttöku eða geðbráðamóttöku sjúkrahúsa.

Verkefni:

 • Fyrsta samtal um áfallið, úrræði og mögulega vísun til fagaðila.
 • Tilfinningalegur stuðningur, hlustun og ráðgjöf á veraldlegum grunni.
 • Veita samtal við einstaklinga sem leita eftir stuðningi eftir voveiflegan atburð eða persónulegt áfall eða „krísu“.
 • Veita ráðgjöf vegna siðferðilegra álitamála og spurninga varðandi lífslok.

Dæmi um mál sem hafa borist félaginu:

 • Ráðgjöf varðandi útfararskrá.
 • Ráðgjöf vegna dauðsfalls foreldris barna og unglinga.
 • Áfallahjálp og nærvera vegna sjálfsvígs.
 • Samtöl við einstaklinga sem eru deyjandi vegna sjúkdóma.
 • Samtöl við deyjandi aldraða einstaklinga.
 • Aðstoð við útfarir lítilla barna (ásamt athafnarstjóra).
 • Einstaklingur í fjölskyldunni með sjálfsvígshugsanir.
 • Vandamál í samskiptum innan fjölskyldu.

Í húmanísku viðbragðsteymi Siðmenntar eru félagar með menntun og reynslu sem sálfræðingar, læknar, iðjuþjálfar eða önnur fög tengd heilbrigðisþjónustu. Einnig er gert ráð fyrir því að athafnarstjórar Siðmenntar, með sérstaka færni og þekkingu á þessu sviði, komi að hluta þessara mála.

Húmaníska viðbragðsteymið er stofnað því reynslan sýnir að þörf er fyrir þjónustu þess.

Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur leiðir viðbragðsteymið.

Hún hefur áratugareynslu í starfi sem sálfræðingur og kom að stofnun áfallateymis Rauða krossins.

Til þess að sækja um þjónustu teymisins þarf að gefa grunnupplýsingar í neðangreint form.

Nánari upplýsingar fást í síma 612 3295.

Beiðni um aðstoð viðbragðsteymis

Ósk um aðstoð frá húmanísku viðbragðsteymi Siðmenntar.
 • Nafn þess sem óskar eftir aðstoð teymis.

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

SÍMANÚMER
612-3295

OPNUNARTÍMI
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Símanúmer
612-3295

Skrifstofa
Túngata 14 / 101 Reykjavík

Opnunartími
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Netfang
sidmennt@sidmennt.is

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

Siðmennt á YouTube
youtube.com/user/SidmenntIsland

Close Menu
Translate »
×
×

Cart