Margrét Pétursdóttir heiti ég og hef setið bæði sem aðal og varamaður í stjórn.

Hef unnið verkefni tengdum félaginu og sit enn í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands þar sem núverandi stjórn hefur ekki endurnýjað það sæti.

Þar hef ég verið beðin um að taka að mér fleiri verkefni sem ég get augsýnilega ekki tekið að mér nema með umboði félagsmanna þ.e. sem stjórnarmanns í aðalstjórn.

Því biðla ég til ykkar um farsæla kosningu.

Hef notið Borgaralegrar fermingar fyrir börnin mín og barist fyrir félagið á vegum Alþingis um tillögu til þingsályktunar um jafnræði lífsskoðunarfélaga, trúarlegra sem veraldlegra Þskj. 1044 — 605. mál .

Ann félaginu og þess góða málstað sem og þeim góðu verkum sem það stendur fyrir.