Hvernig ættum við að hugsa um dauðann?

Siðmennt – Félag siðrænna húmanista
http://www.sidmennt.is | https://www.facebook.com/sidmennt

Stutt fræðslumyndbönd um húmanisma unnin í samvinnu við bresku húmanistasamtökin, British Humanist Association (Myndband 3 af 4).

Hvernig ættum við að hugsa um dauðann?

Eitt getum við verið viss um og það er að við munum deyja. Allir deyja.

Sumu fólki líst ekkert á þetta og sættir sig ekki við það. Það kýs að líta svo á að dauðinn marki ekki endalok okkar heldur að við getum lifað áfram, kannski í öðru lífi hér á jörðinni, eða á öðrum stað þar sem fólki er umbunað eða refsað.

En þótt maður vilji að eitthvað sé satt þýðir það ekki að það sé satt. Og engar vísbendingar renna stoðum undir þá hugmynd að hugur okkar geti lifað líkama okkar. Hvernig ættum við að geta áttað okkur á því sem við metum mest – ást, reynslu, samskiptum, árangri, sólarhita á andliti – ef við værum ekki í neinum líkama?

Og ef lífið væri eilíft, missti það þá ekki mikið af því sem mótar það og skilgreinir, gefur merkingu og tilgang?

Leiðum hugann að því hvernig við lesum góða bók eða borðum gómsæta köku. Þetta getur verið afar ánægjulegt, en eitt af því sem gerir þetta að ánægjuefni er að þetta tekur enda. En bók sem héldi áfram til eilífðarnóns og kaka sem maður hætti aldrei að borða missti fljótt aðdráttarafl sitt.

Dauðinn er eðlilegur hluti af lífinu. Það er skynsamlegt af okkur að reyna að óttast þetta ekki en reyna þess í stað að sætta okkur við það.

Þá getum við einbeitt okkur að því að finna merkingu og tilgang hér og nú, að nýta sem best þetta eina líf sem við vitum að við höfum og hjálpað öðrum að gera slíkt hið sama. Velja gott frekar en illt án þess að búast við verðlaunum á einhverjum öðrum stað.

Þegar við deyjum munum við lifa áfram í verkum okkar og í hugum þeirra sem kynntust okkur.

Líkamar okkar leysast upp og verða aftur hluti af hringrás náttúrunnar. Frumeindirnar sem móta okkur núna munu móta aðra hluti – tré og fugla, blóm og fiðrildi.

Þannig er húmanismi!

Sjá einnig á vefsíðu Siðmenntar:

http://www.sidmennt.is | https://www.facebook.com/sidmennt

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

SÍMANÚMER
612-3295

OPNUNARTÍMI
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Símanúmer
612-3295

Skrifstofa
Túngata 14 / 101 Reykjavík

Opnunartími
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Netfang
sidmennt@sidmennt.is

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

Siðmennt á YouTube
youtube.com/user/SidmenntIsland

Close Menu
Translate »
×
×

Cart