Skráning í borgaralega fermingu 2018

Opnað hefur verið fyrir í borgaralega fermingu 2018

Skráningarfrestur verður til 15. nóvember 2017. Þó verður enn hægt að skrá sig eftir það í byrjun desember ef það eru ennþá laus pláss á námskeiðunum. Verður þá lagt á sérstakt seinskráningargjald (upphæð birt síðar), þar sem skipulagsvinna hefur þegar átt sér stað. Eftir að námskeiðin hefjast snemma í janúar 2018 verður ekki hægt að taka við frekari skráningum.

Athugið að þó að seinskráningar séu leyfðar eru þær þó frekar óæskilegar, því þær skapa oft miklu meiri vinnu fyrir aðstandendur BF en annars væri þörf á, og það í sjálfum desember mánuði.

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2018 má sjá á BF 2018 upplýsingasíðunni.

Að senda inn skráningu

Það er gert með því að fylla út í sérstakt rafrænt skráningarform hérna á síðunni með því að smella á „Opna skráningarform“ linkinn hér fyrir neðan.

OPNA SKRÁNINGARFORM

MIKILVÆGT: Staðfesting berst á skráð tölvupóstfang fljótlega eftir að formið að neðan hefur verið útfyllt. Hafi staðfesting ekki borist í tölvupósti innan 24 klukkustunda hefur skráning af einhverjum ástæðum ekki komist til skila. Hægt er að senda okkur póst á ferming@sidmennt.is.