Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum. Borgaraleg ferming er valkostur sem nýtur sífellt meiri vinsælda og stendur öllum unglingum til boða. Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu confirmare sem merkir m.a. að styðja og styrkja.
Ungmenni sem fermast borgaralega eru einmitt studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi en megintilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi.
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn.
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn