Upplýsingasíða fyrir 2021

Foreldrahópur á Facebook  – smellið hér 

Skráning hófst 1. ágúst 2020 og lauk 22. nóvember 2020
Á Akureyri og Egilsstöðum er opið fyrir skráningu til 15. janúar 2021

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2021:

Reykjavík, Háskólabíó 

  • Laugardaginn 20. mars kl. 12:00 – 14:00  (Æfing er síðdegis 16. mars) 
  • Sunnudaginn 21. mars kl. 10:00 – 12:00 – 14:00 (Æfing er síðdegis 20. mars) 
  • Laugardaginn 27. mars kl. 12:00 – 14:00 (Æfing er síðdegis 23. mars)
  • Sunnudaginn 28. mars kl. 10:00 – 12:00 – 14:00 (Æfing er síðdegis 27. mars)

Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og pláss fyrir 75 börn í hverri athöfn. Mikilvægt er að börnin komist á æfingarnar fyrir athöfnina.

 

Staðfestar athafnir á landsbyggðinni:

  • Akureyri –  Samkomuhúsið 5. júní, kl. 11:00 og 13:00
  • Selfoss –  Fjölbrautarskóli Suðurlands 11. apríl, kl. 14:00
  • Reykjanesbær – Fjölbrautarskóli Suðurnesja 11. apríl, kl. 14:00
  • Akranes – Tónlistarskólinn 18. apríl, kl 14:00
  • Ísafjörður –  Hamrar – Tónlistarskóli Ísafjarðar, 22. maí, kl. 13:00
  • Egilsstaðir – Staðsetning kemur fljótlega 29. maí, kl. 13:00

Aðrar athafnir verða haldnar víðsvegar um landið ef næg þátttaka fæst. Við miðum fjöldann við 4 börn eða fleiri, og námskeið í heimabyggð við 10 börn eða fleiri.

Tímasetningar námskeiða 2021

11 vikna vikuleg námskeið í Reykjavík hefjast 4. Janúar 2021 og mætir hver hópur 1x í viku á þeim degi sem þið völduð í fyrsta eða annað val.

Kennslan er á Centerhotel Plaza á Austurstræti og ganga fjöldinn allur af strætóum á Lækjartorg/Ráðhús/MR og fleiri staði í kring. Kennslan er 80 mínútur frá 16:30-17:50.

 

Helgarnámskeiðin eru kennd sem segir:

Reykjavík

 Staður:  Siðmennt, Skipholt 50c

Kenndir 4 hópar, hver hópur mætir á tvær helgar.  

Hópur 1 – 16 – 17 janúar & 13 – 14 febrúar

Hópur 2 – 23 – 24 janúar & 27 – 28 febrúar

Hópur 3 – 30 – 31 janúar & 6 – 7 mars

Hópur 4 – 6 – 7 Febrúar & 13 – 14 mars
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

 

Reykjanesbær
Staður:   staðsetning kemur fljótlega
Fyrri hluti: laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. febrúar.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

 

Selfoss
Staður:  Selið, Engjavegi 48
Fyrri hluti: laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. mars.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

 

Akranes 
Staður: staðsetning kemur fljótlega
Fyrri hluti: laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. mars.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum

 

Verið er að vinna í dagsetningum fyrir Akureyri og Egilsstaði, kemur það hér inn fljótlega. 

Kostnaður

Heildarkostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 45.000 kr. og skiptist þannig:

Námskeið*
30.000 kr.

Athafnargjald
15.000 kr.

*fjarnám kostar 5000 krónur aukalega.

Heimaferming kostar 15.000 kr. aukalega (við bætist 110 kr pr. km ef athafnastjóri þarf að ferðast utan starfssvæðis)

Seinskráningargjald
5.000 kr.
(Innheimt eftir að skráningu lýkur 15. nóvember)

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 25% afsláttur.

Hætti fermingarbarn við þátttöku í fermingarfræðslu eftir 1-2 vikur eða 1 kennsludag í tilfelli helgarnámskeiða er athafnargjald að fullu endurgreitt og námskeiðsgjald endurgreitt til helminga.

Hætti fermingarbarn við að taka þátt í athöfn (óháð þátttöku í námskeiði) fyrir 10. mars, er athafnargjald að fullu endurgreitt.

 

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt:

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt. Það kostar ekkert að skrá sig í Siðmennt, einungis þarf að breyta um trú-og lífskoðunarfélag inná Þjóðskrá www.skra.is

Ef annað foreldri er skráð í Siðmennt er veittur 10.000 kr. afsláttur ef tveir foreldrar eru skráðir er veittur 20.000 kr. afsláttur.*

*Mikilvægt er að senda félaginu tölvupóst, um leið og skráning í BF er send inn, á ferming@sidmennt.is með skjáskoti af vefsíðu Þjóðskrár sem staðfestir að viðkomandi sé í Siðmennt til að geta fengið afslátt. Mögulegt er að skrá sig í Siðmennt á skra.is og senda þá staðfestingu eftir á en fyrir 1. nóvember.

 

Algengar spurningar: 

Á hvaða dögum eru námskeiðin? Námskeiðin í Reykjavík eru kennd alla virka daga – við skráningu veljið þið þann dag sem hentar best. Utan höfuðborgarsvæðisins eru námskeiðin kennd í tveimur helgarlotum. Námskeiðin hefjast eftir áramót.

Hvar eru námskeiðin haldin? 
Kennslan er á Centerhotel Plaza á Austurstræti á virkum dögum frá 4. janúar til 19. mars og helgarnámskeiðin eru kennd í húsnæði Siðmenntar í Skipholti 50c, fjórðu hæð (lyfta og aðgengi). 

Kemst fermingarbarnið að í þá athöfn sem óskað er eftir? 
Já. Þegar athafnir eru fullar er ekki hægt að skrá í þær.

Hvað geri ég ef við viljum breyta skráningunni? 
Sendir okkur póst á ferming@sidmennt.is 

Athafnardagarnir henta okkur ekki. Er eitthvað annað í boði? 
Við bjóðum upp á heimafermingar – sem er lítil athöfn í veislunni. Heimaferming kostar 15.000 krónur aukalega.

Við fengum ekki staðfestingarpóst, er barnið skráð?
Þar sem staðfestingarpóstur er sjálfvirkur póstur getur verið að hann hafi farið í rusl- eða markpósthólf. Leitaðu að ferming@sidmennt.is hjá þér, og merktu okkur sem öruggan sendanda svo þú fáir póstana frá okkur.