Þetta er upplýsingasíða fyrir borgaralega fermingu sem fram fer vorið 2020

Athugið að þetta er upplýsingasíða vegna námskeiða árið 2020 og vegna athafna sem eiga sér stað vorið 2020

Síðan verður uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum.

Skráning í Borgaralega Fermingu 2020 lauk 15. nóvember 2019 en hægt er að skrá sig gegn sérstöku seinskráningargjaldi sem er 5.000 krónur (vegna umsýslu). 

Mikilvæg skjöl

Athugið að nýjustu skjölin/upplýsingarnar eru efst.

 Upplýsingahefti fyrir námskeið  – mjög MIKILVÆGT að allir foreldrar kynni sér heftið og lesi vel, þar má finna upplýsingar varðandi forföll, afskráningar, númer á stofum og fleira. 

Ef þú hefur ekki fengið tölvupóst sem staðfestir skráningu innan sólarhrings hafðu þá vinsamlegast samband með því að senda póst á ferming@sidmennt.is eða með því að hringja í síma: 899-3295

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2020:

  • Reykjavík, Háskólabíó
   – 5. apríl kl. 10:00 – 14:00 (fullt er í athöfnina kl 12:00)
   – 26. apríl kl. 10:00 – 14:00 (fullt er í athöfnina kl. 12:00)
   • Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og pláss fyrir 90 börn í hverri athöfn. Athugið einnig að daginn fyrir athöfn fara fram æfingar sem nauðsynlegt er fyrir fermingarbörnin að mæta í.
  • Akureyri, Háskólinn á Akureyri
   – 6. júní, kl. 14:00
  • Selfoss, Fjölbrautarskóli Suðurlands
   – 18. apríl, kl. 14:00
  • Reykjanesbær, Fjölbrautarskóli Suðurnesja
   – 18. apríl, kl. 14:00
  • Akranes, Tónlistarskólinn
   – 26. apríl, kl 14:00
  • Skagafirði, staðsetning kemur bráðlega
   – 13. júní, kl 13:00
  • Húsavík, staðsetning kemur bráðlega
   – 7. júní, kl 13:00
  • Austurlandi, staðsetning kemur bráðlega
   -23. maí kl 13:00  

Aðrar athafnir verða haldnar víðsvegar um landið ef næg þátttaka fæst, áætluð er athöfn á Hvammstanga t.d. Staðfestar staðsetningar og tímasetningar fyrir þær athafnir munu birtast síðar hér á þessari síðu.

Vinir sem vilja vera saman í námskeiði og/eða athöfn

Algengt er að fram komi óskir um að vinir fái að vera saman í námskeiði og eða athöfn.

Sjálfsagt er að verða við slíkum óskum en þá er mikilvægt að foreldrar séu búnir að tala saman og sammælast um tíma áður en óskir berast til Siðmenntar.

Þegar niðurstaða er komin skal senda beiðni á ferming@sidmennt.is og tilgreina hvaða börn vilja vera saman og staðfesta að foreldrar allra barna séu samþykk tímasetningum sem óskað er eftir. 

Tímasetningar námskeiða 2020

Í Reykjavík verða haldin vikuleg námskeið sem spanna 11 vikur og eitt helgarnámskeið sem eru tvær helgar.

Fermingarbörnin mæta einu sinni í viku og fá að koma með óskir um hvaða dagur hentar best en kennd verða námskeið á öllum virkum dögum og hugsanlega fleiri hópar samtímis (A, B og C hóp) ef fjöldi skráðra kallar á slíkt.

Helgarnámskeið verða í Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi en einnig á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Helgarnámskeiðin eru kennd yfir tvær helgar, skipt í fyrri og seinni hluta og er farið yfir allt námsefni 11-vikna námskeiðanna á þeim.

Helgarnámskeiðið í Reykjavík er ætlað krökkum af landsbyggðinni þar sem ekki verður næg þátttaka til að hafa námskeið á staðnum.

11 vikna vikulegu námskeiðin í Reykjavík verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og verða sem hér segir:

Mánudagar     kl. 17:00 til 18:20, byrjar 6. janúar
Þriðjudagar     kl. 17:00 til 18:20, byrjar 7. janúar
Miðvikudagar kl. 17:00 til 18:20, byrjar 8. janúar
Fimmtudagar kl. 17:00 til 18:20, byrjar 9. janúar
Föstudagar     kl. 15:30 til 16:50, byrjar 10. janúar

Helgarnámskeiðin verða sem hér segir:

Reykjavík
Staður: Réttarholtsskóli, Réttarholtsvegi, 108 Rvk.
Fyrri hluti: laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. febrúar.
Seinni hluti: laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. mars.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Athugið að helgarnámskeiðið í Reykjavík er aðallega ætlað fermingarbörnum sem eiga heima á landsbyggðinni þar sem ekki eru nógu margir á sama svæði til þess að halda sér námskeið þar. Í undantekningartilvikum getum við einnig leyft börnum frá höfuðborgarsvæðinu að sækja helgarnámskeið ef þau komast ómögulega á öðrum tímum.  

Akureyri 
Staður: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Fyrri hluti: laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. mars.
Seinni hluti: laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. maí.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Reykjanesbær
Staður: Skátaheimilið
Fyrri hluti: laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. febrúar.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Selfoss
Staður: Selið, Engjavegi 48
Fyrri hluti: laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Egilsstaðir – ef næg þáttaka fæst
Staður: kemur fljótlega
Fyrri hluti: laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. mars.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

Akranes 
Staður: Skátafélag Akraness, Háholt 24
Fyrri hluti: laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. febrúar.
Seinni hluti: laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. mars.
Kennslan á laugardögum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögum.

*Hægt er að bjóða upp á helgarnámskeið í sveitarfélögum þar sem a.m.k. 10 fermingarbörn eru skráð

Kostnaður

Heildar kostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 44.000 kr. og skiptist þannig:

Námskeið
30.000 kr.

Athöfn
14.000 kr.

Fjarnám
35.000 kr.

Heimaferming
20.000 kr.

(Við bætist 110 kr pr. km ef athafnastjóri þarf að ferðast utan starfssvæðis)

Seinskráningargjald
5.000 kr.

(Innheimt eftir að skráningu lýkur 1. nóvember)

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 25% afsláttur.

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt hækkar um 2.000 kr í ár

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt.

Ef annað foreldri er skráð í Siðmennt er veittur 10.000 kr. afsláttur ef báðir eru skráðir er veittur 20.000 kr. afsláttur.*

*Mikilvægt er að senda félaginu tölvupóst, um leið og skráning í BF er send inn, á ferming@sidmennt.is með skjáskoti af vefsíðu Þjóðskrár sem staðfestir að viðkomandi sé í Siðmennt til að geta fengið afslátt. Mögulegt er að skrá sig í Siðmennt á skra.is og senda þá staðfestingu eftir á en fyrir 1. nóvember.

Close Menu