Þetta er upplýsingasíða fyrir borgaralega fermingu 2018

Athugið að þetta er upplýsingasíða vegna námskeiða sem hefjast 2018 og vegna athafna sem eiga sér stað um vorið 2018. Síðan verður uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum.

Mikilvægt að vita

 • Skráning í Borgaralega fermingu 2018 hófst 1. ágúst og lauk formlega 15. nóvember. Þó er enn hægt að skrá sig eftir það og fram í miðjan desember, ef laust er á námskeiðum, að viðbættu seinskráningargjaldi. Sjá nánar á skráningarsíðunni.
 • Kynningarfundur var haldinn sunnudaginn 5. nóvember kl 12:00 í stóra salnum í Háskólabíó. Þeir sem sendu inn skráningu í BF fyrir þann tíma fengu fundarboð á kynningarfundinn sent með tölvupósti, öll ungmenni og foreldrar/aðstandendur velkomnir.
 • Kynningarfundi streymt. Til þess að koma til móts við óskir foreldra utan höfuðborgarsvæðisins og þeirra sem ekki gátu mætt á fundinn þá var honum streymt á netinu.
 • Upptaka af kynningarfundi vegna borgaralegrar fermingar 2018 á YouTube: https://youtu.be/zkfNQY3rtNo.
 • Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2018:
  • Reykjanesbær, Fjölbrautaskóli Suðurnesja – 7. apríl kl. 14:00 
  • Reykjavík, Háskólabíó – 15. apríl kl. 10:30 – 12:30 – 14:30. ATH að það er þegar fullt í allar athafnirnar í Háskólabíói. 
  • Akranes, Stúkuhúsið á Byggðasafninu – 15. apríl kl 13:00
  • Garðabær, Fjölbrautaskóli Garðabæjar – 19. apríl kl 13:00. ATH að þessi athöfn er ný og er ætluð börnum sem voru skráð eftir að allar athafnirnar í Salnum og Háskólabíói urðu fullar.
  • Selfoss, Fjölbrautarskóli Suðurlands – 21. apríl kl. 14:00
  • Kópavogur, Salurinn – 22. apríl kl. 10:30 – 12:30 – 14:30. Athugið að takmarkað pláss er í þessum athöfnum og einungis pláss fyrir 30 börn í hverri athöfn. ATH að það er þegar fullt í allar athafnirnar í Kópavogi.
  • Akureyri, Háskólinn á Akureyri – 2. júní kl. 14:00 
  • Egilsstaðir (nánari staðsetning síðar) – 2. júní kl. 14:00.
  • Húsavík – 16. júní kl 11:00 (nánari staðsetning kynnt síðar)
  • Ísafjörður – 28. júlí (nánari stað- og tímasetning kynnt síðar)
  • Uppfært 17. desember 2017. Síðan verður uppfærð um leið og dagsetningar á fleiri stöðum um landið verða ljósar.
 • Tímalengd athafna: Athafnirnar á höfuðborgarsvæðinu taka um 1 klst að viðbættum ca 20 mínútum fyrir hópmyndatöku. Athafnirnar annars staðar sem eru með miklu færri fermingarbörnum taka styttri tíma og einnig verða ekki hópmyndatökur á öðrum stöðum en á höfuðborgarsvæðinu.

Mikilvæg skjöl

Námskeiðið 2018: Kennarar og lýsing

Jóhann Björnsson heimspekikennari hefur umsjón með námskeiðinu og kennir flesta tíma. Allar fyrirspurnir vegna námskeiðsins eiga að berast til hans á netfangið johann@sidmennt.is eða í síma 8449211.

Kennarar verða kynntir þegar nær dregur

Á námskeiðinu er mikil áhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að hugsa gagnrýnið og skapandi auk færni í að takast á við siðferðileg álitamál. Þátttakendur fá síðan tækifæri til þess að bregðast við og taka afstöðu til ýmissa mála á gagnrýnin hátt og af siðferðilegum heilindum. Þessi mál eru að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, fordómar og fjölmenning, hamingjan og tilgangur lífsins, skaðsemi vímuefna, sjálfsmynd unglinga og samskipti kynjanna, sorg og áföll, samskipti unglinga og fullorðinna, hverju getur maður trúað?

Nánar má lesa um námskeiðið á Vefsvæði borgaralegrar fermingar.

Tímasetningar námskeiða 2018

Í Reykjavík verða haldin vikuleg námskeið sem spanna 11 vikur og eitt helgarnámskeið. Fermingarbörnin mæta einu sinni í viku og fá að koma með óskir um hvaða dagur hentar best en kennd verða námskeið á öllum virku dögunum fimm og jafnvel með fleiri en einum hóp per dag (A og B hóp) ef fjöldi skráðra kallar á slíkt. Mögulegir staðir helgarnámskeiða utan Reykjavíkur eru Akureyri, Selfoss, Reykjanesbær, og verða þau haldin þar ef næg þátttaka fæst. Helgarnámskeiðin eru kennd yfir tvær helgar, skipt í fyrri og seinni hluta og er farið yfir allt námsefni 11-vikna námskeiðanna á þeim. Helgarnámskeiðið í Reykjavík er ætlað krökkum af landsbyggðinni þar sem ekki verður næg þátttaka til að hafa námskeið á staðnum.

11 vikna vikulegu námskeiðin í Reykjavík verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og verða sem hér segir:

Mánudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 8. janúar
Þriðjudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 9. janúar
Miðvikudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 10. janúar
Fimmtudagar kl. 16:40 til 18:00, byrjar 11. janúar
Föstudagar kl. 15:40 til 17:00, byrjar 12. janúar

Helgarnámskeiðin verða sem hér segir:

Reykjavík
Staður: Réttarholtsskóli, Réttarholtsvegi, 108 Rvk.
Fyrri hluti: laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. febrúar.
Seinni hluti: laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars.
Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.

Athugið að helgarnámskeiðið í Reykjavík er aðallega ætlað fermingarbörnum sem eiga heima á landsbyggðinni þar sem ekki eru nógu margir á sama svæði til þess að halda sér námskeið þar. Í undantekningartilvikum getum við einnig leyft börnum að vera þar sem eru upptekin alla virka virka daga við íþróttaæfingar, tónlistar- eða dansnám og slíkt og geta þess vegna ekki sótt vikulega námskeiðið.

Akureyri 
Staður: Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Fyrri hluti: laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars.
Seinni hluti: laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. apríl.
Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.

Reykjanesbær
Staður: Skátaheimilið, Hringbraut 101
Fyrri hluti: laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. febrúar.
Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.

Selfoss
Staður: Héraðssambandið Skarphéðinn, Engjavegi 48.
Fyrri hluti: laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. febrúar.
Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.

Egilsstaðir
Staður: Kaupvangur 3b
Fyrri hluti: laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. janúar.
Seinni hluti: laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. mars.
Kennslan á laugardögunum er frá 10:00 – 16:00 og 10:00 – 15:00 á sunnudögunum.

Helgarnámskeið á fleiri stöðum eru möguleg en það er háð þátttöku á hverjum stað fyrir sig.

Skráning

Skráning í Borgaralega fermingu fer fram hérna.