Athygli vakin á óviðeigandi afskiptum trúhreyfinga af skólastarfi

Siðmennt hefur sent Fræðsluráði, Leikskólaráði og Jafnréttisnefnd Reykjavíkur bréf þar sem athygli er vakin á óviðeigandi afskiptum trúhreyfinga af skólastarfi í Reykjavík.

Siðmennt telur að trúaráróður eigi ekki heima í skólum sem reknir eru á kostnað almennings. Skólinn á að vera hlutlaus fræðslustofnun. Í merkilegu stefnuplaggi Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar, er gerð virðingaverð tilraun til þess að setja starfsreglur um hvernig beri að vinna í því þjóðfélagi sem við búum við í dag.

(meira…)

Fullt jafnrétti samkynhneigðra á Íslandi

Stjórn Siðmenntar fagnar tillögum nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi sem kynntar hafa verið að undanförnu. Siðmennt er málsvari mannúðarstefnu og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum.

(meira…)

Borgaraleg ferming á DVD eða VHS

Upptaka af borgaralegri fermingu 4. apríl 2004 er nú fáanleg á bæði DVD mynddiski og VHS myndbandi. Hægt er að panta eintak með því að senda tölvupóst á upptaka@sidmennt.is. Pöntunum verður safnað saman og efnið fjölfaldað þegar nokkrar pantanir hafa borist. Eintakið kostar 3000 krónur hvort sem pantað er DVD eða VHS og rennur hluti ágóðans í styrktarsjóð Siðmenntar. Upptakan er afar vel unninn og frágangur til fyrirmyndar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

(meira…)

Close Menu