[mks_col]

[mks_one_half]

Ert þú upprennandi athafnarstjóri?

Athafnarstjórar Siðmenntar stýra tímamótaathöfnum í umboði félagsins og eiga þátt í að skapa hátíðlegar og eftirminnilegar stundir í lífi fólks. Þeir hafa lögformlega heimild til hjónavígslna auk þess sem þeir stýra nafngjafarathöfnum, fermingum og útförum fyrir umbeiðendur. Þjónusta Siðmenntar stendur öllum til boða en athafnarstjórar eru undantekningalaust félagar í Siðmennt og þurfa að hafa náð 25 ára aldri.

Námskeið og þjálfun í febrúar

Í febrúar verður haldið námskeið fyrir verðandi athafnarstjóra Siðmenntar. Námskeiðið fer fram tvö virk kvöld í febrúar, auk helgarinnar 16.-18. febrúar 2018. Gert er ráð fyrir tveimur heimaverkefnum.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti starfsins, áherslur í viðmóti og vinnubrögðum, textaskrif, framkomu, lagaumhverfi og hugmyndafræði Siðmenntar. Til greina koma þeir sem hafa reynslu og áhuga á framangreindu og uppfylla skilyrði Siðmenntar til athafnarstjórnunar. 100% mæting og skil á verkefnum námskeiðsins eru forsenda útskriftar. Athafnarstjórar sinna lágmarksfjölda athafna á ári og þátttöku í símenntun athafnarstjóra er vænst.

Umsóknarfrestur til 7. janúar

Tekið er á móti umsóknum til og með sunnudeginum 7. janúar, viðtöl við umsækjendur fara fram á tímabilinu 10.-20. janúar. Öllum umsækjendum verður svarað. Gjald fyrir námskeiðið, þjálfun og eftirfylgd eru kr. 30.000. Fólk á landsbyggðinni er sérstaklega hvatt til að sækja um.

Fyrir umsækjendur utan af landi sem ekki eiga heimangegnt í viðtöl skal á það bent að viðtölin geta farið fram á Skype. Komið verður til móts við ferðakostnað þeirra sem eiga langt að sækja á námskeiðið.

[mks_separator style=“solid“ color=“#4f6271″ height=“2″]

[mks_icon icon=“fa-calendar“ color=“#4f6271″ type=“fa“]  Helstu dagsetningar 2018

Umsóknarfrestur: 7. janúar
Viðtöl:
10.-20. janúar
Undirbúningsfundir:
Tvö kvöld í febrúar (dagsetning kemur síðar)
Námskeiðshelgi:
16.-18. febrúar
Þjálfun og eftirfylgni: Vor og sumar 2018

Frekari upplýsingar veitir athafnarad@sidmennt.is

[mks_separator style=“solid“ color=“#4f6271″ height=“2″]

[/mks_one_half]

[mks_one_half]

Sæktu um hér:

 • Athugið að lágmarksaldur er 25 ár.
 • Hér má velja fleiri en einn möguleika
 • Stefnuyfirlýsingu húmanista má lesa á vef Siðmenntar.
 • Hér er átt við persónulega eiginleika, þekkingu, færni, reynslu og annað sem þér dettur í hug.
 • Hér mátt þú gjarnan setja skjöl sem þú telur að gefur kennslunefnd betri mynd af þér og hæfni þinni, t.d:
  • Ferilskrá
  • Dæmi um texta sem þú hefur ritað
  • Meðmæli
[/mks_one_half]

[/mks_col]