• Post Category:Fréttir

Vegna þeirra takmarkana sem taka gildi frá miðnætti í dag verðum við því miður að aflýsa öllum fermingum sem áttu að fara fram um helgina í Háskólabíó og fresta einnig fermingum á Selfossi og í Reykjanesbæ 11. apríl.

Fjöldatakmarkanir eiga nú við um 6 ára og eldri og því eru útfærslur eins og streymisathafnir með aðeins fermingarbörnum einnig út af borðinu. Við þurfum að setjast yfir næstu skref og teikna upp framtíðina, en birtum bráðlega upplýsingar um aðrar dagsetningar.

Þetta eru flóknir óvissutímar og vissulega erfitt hve mikil vinna, tilhlökkun og veisluvæntingar fara í vaskinn. Við hlökkum til að eiga hátíðlega og góða fermingardaga með ykkur í sumar