• Post Category:Fréttir

Aðalfundur Siðmenntar 2021 var haldinn í gær, miðvikudaginn 17. mars. Fundurinn fór fram í fjarfundaformi vegna samkomutakmarkanna.

Fundargerð má lesa hér, ársskýrslu má lesa hér og ársreikninga má lesa hér.

Helstu niðurstöður fundarins

Inga Auðbjörg Straumland var ein í framboði til formanns, og var endurkjörin til næstu tveggja ára.

Niðurstöður úr kjöri til formanns urðu eftirfarandi:

43 sögðu já (98%)
Einn sat hjá

Í kjöri til stjórnar voru fimm frambjóðendur í fjögur sæti. Niðurstöður úr kjöri til stjórnar urðu eftirfarandi:

Sveinn Atli Gunnarsson 45 atkvæði (100%)
Kristín Sævarsdóttir 44 atkvæði (98%)
Árný Björnsdóttir 43 atkvæði (93%)
Sigurður Rúnarsson 38 atkvæði (84%)
Viggó E. Viðarsson 1 atkvæði (2%)

Enginn sat hjá.

Í framboði til vararstjórnar voru, í stafrófsröð:

Hope Knútsson
Kristín Helga Schiöth
Mörður Árnason
Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Þar sem aðeins fjórir voru í framboði var í raun sjálfkjörið í varastjórn en til að gefa fundarmönnum færi á að sitja hjá var gengið til kosninga. Skiptust atkvæði þannig:

Stefán Rafn Sigurbjörnsson 42 atkvæði (95%)
Hope Knútsson 41 atkvæði (93%)
Kristín Helga Schiöth 41 atkvæði (93%)
Mörður Árnason 40 atkvæði (91%)

Einn sat hjá (2%)

 

Viðurkenningar

Þá veitti stjórn viðurkenningar til þeirra athafnastjóra sem rufu 100 athafna-múrinn á liðnu ári. Alls hafa sex athafnastjórar náð þeim áfanga frá upphafi og bættust tveir í hópinn núna, þeir Bjarni Snæbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson, en þeir hafa báðir starfað sem athafnastjórarar síðan 2015.

Þá náði Steinar Harðarson þeim einstaka áfanga að sjá um sína 200. athöfn á árinu, og fékk viðurkenningu fyrir sín störf sem athafnastjóri, en hann hefur starfað sem athafnastjóri síðan 2007.

Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar 2021 hlaut Hinsegin félagsmiðstöðin og fræðsluviðurkenninguna hlaut Bergið Headspace. Viðurkenningunum fylgir 100.000 króna styrkur hvorri.

Nafnabreyting á Siðmennt á ensku

Stjórn Siðmenntar leggur til að nafn félagsins á ensku, sem áður var Sidmennt – The Icelandic Ethical Humanist Association verði hér eftir Humanists Iceland. Er þetta breyting sem er í samræmi við nafnabreytingar á alþjóðavísu, sbr. Humanists UK og Humanists International. Tillagan samþykkt.