• Post Category:Fréttir

Aðalfundur Siðmenntar 2021 fer fram eins og áður hefur verið auglýst miðvikudaginn 17. mars kl. 19:30. Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 mun fundurinn fara fram rafrænt í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Hlekkur á fundinn hefur þegar verið sendur út á póstlista Siðmenntar en það er ljóst að sá póstlisti er ekki tæmandi fyrir félagatalið.

Ef þú ert félagi og ætlar að taka þátt en hefur ekki fengið hlekkinn sendan, sendu okkur þá póst á skrifstofa@sidmennt.is með nafni og kennitölu og við sendum þér hlekkinn um hæl.