Siðmennt tekur þátt í hópsöfnun (crowdfunding) ásamt öðrum húmanista- og trúleysishreyfingum til að styðja húmanista og trúleysingja sem sæta ofsóknum og ofbeldi víða um heiminn.

Samstarfið, sem nýtur stuðnings Alþjóðlegra samtaka siðrænna húmanista (e. International Humanist and Ethical Union, IHEU), hefur sett af stað fjársöfnun þar sem ætlunin er að safna 10.000 sterlingspundum.

Herferðinni verður hleypt af stokkunum 21. júní, á þeim degi sem trúlausir hópar um allan heim kalla Alþjóðlega húmanistadaginn.

Þessi fjáröflun kemur í kjölfar árlegrar Hugsanafrelsisskýrslu (e. Freedom of Thought Report) IHEU (2016) þar sem bent var á aukið ofbeldi gegn trúlausu fólki.

Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar, segir eftirfarandi um herferðina:

„Siðmennt hefur verið aðili að IHEU frá upphafi og það er mikilvægt að styðja við starf samtakanna í þessu mikilvæga og alvarlega máli. Við hvetjum því félagsmenn okkar og stuðningsmenn til að leggja málinu lið með því að gefa það sem þeir geta til að ná markmiðum herferðarinnar.

Stjórn Siðmenntar hefur samþykkt að leggja fram 1.000 punda framlag úr sjóðum félagsins og er það til marks um hversu mikilvægt félagið telur söfnunina vera.“

Andrew Copson, forseti IHEU, bætti við:

„Það hefur aldrei verið mikilvægara að samfélag okkar um allan heim standi saman í að styðja nauðstadda, og við erum gríðarlega þakklát fyrir stuðning samtaka eins og Siðmenntar.

Við höfum séð aukið ofbeldi gagnvart trúlausum, sérstaklega af hendi íslamskra öfgamanna, svo það er mikilvægt að við sem samtök á heimsvísu höfum bolmagn til að geta talað máli þeirra sem þess þurfa og styðja þá.

Stjórn Siðmenntar hvetur félagsmenn til að styðja átakið með því að leggja inn á hópsöfnunarreikning (crowdfunding) IHEU:

https://www.gofundme.com/whd2017

 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

SÍMANÚMER
612-3295

OPNUNARTÍMI
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Símanúmer
612-3295

Skrifstofa
Túngata 14 / 101 Reykjavík

Opnunartími
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Netfang
sidmennt@sidmennt.is

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

Siðmennt á YouTube
youtube.com/user/SidmenntIsland

Close Menu
Translate »
×
×

Cart