• Post Category:Fréttir

logo-text-no-backSiðmennt hvetur þingmenn til þess að breyta lögum þannig að hið opinbera hætti  að skrá og halda utan um skráningu fólks í trú- og lífsskoðunarfélög. Að auki hvetur Siðmennt til þess að greiðslu„sóknargjalda” verði hætt.

Í árlegu bréfi til þingmanna, sem er dagsett 21. september 2015 og má finna hér í viðhengi* , gerir Siðmennt grein fyrir áherslum félagsins í trúfrelsismálum. Þar segir í 3. tölulið: “Ríkið hætti skráningu trúar- og lífsskoðana með því að skrá fólk hjá Þjóðskrá. Það er andstætt persónuvernd um upplýsingagjöf einstaklinga að þurfa að gefa upp lífsskoðanir sínar.“

Einnig segir í 5. tölulið: “Þeir sem skráðir eru utan trúar- og lífsskoðunarfélaga greiði ekki trúfélagaskatt (sóknargjald). Í 2. mgr. 64 stjórnarskrárinnar segir að þeir sem ekki eru skráðir í trúfélag skulu greiða sama skatt og aðrir (svokallað sóknargjald) en hann renni í ríkissjóð. Siðmennt telur að afnema eigi þessa kvöð svo þeir sem eru utan allra félaga greiði ekki skatt eingöngu fyrir það vera ekki í félagi – það er mismunun.”

Í tilkynningu frá Þjóðskrá 2. desember er fjallað um breytingar á trúfélagsaðild á árinu.** Frá upphafi ársins hefur skráðum félagsmönnum í Siðmennt fjölgað um 40% en þeir voru í upphafi árs 1.020 og en eru nú 1.427. Samtímis fækkar hratt í Þjóðkirkjunni. Á þessu tímabili skráðu sig yfir 3.100 manns í Trúfélagið Zuism en í byrjun árs voru félagsmenn aðeins fjórir. Ein af helstu kröfum Zúista er sú sama og Siðmennt hefur haldið á lofti: Að ríkið hætti afskiptum af skráningu fólks í trú- og lífsskoðunarfélög og hætti að greiða “sóknargjöldin”.

Hvetur því stjórn Siðmenntar Alþingismenn að vinna að breytingum á kerfinu. Það eru sjálfsögð réttindi að fólk sem er skráð utan trúfélaga greiði ekki trúfélagsskatt.

f.h. Siðmenntar

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri

*http://sidmennt.is/wp-content/uploads/Br%C3%A9f-til-%C3%BEingmanna-sept-2015.pdf
**http://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2015/12/02/Fjoldi-einstaklinga-eftir-tru-eda-lifsskodunarfelogum/

Fréttatilkynning á pdf formi