Borgaraleg ferming á Fljótsdalshéraði fór fram 18. júní í skólanum á Hallormsstað og er þetta í annað sinn sem haldin er athöfn á Héraði. Í ár fermdust 6 börn og voru gestir um 170 sem fylltu salarkynni svo nokkrir þurftu að standa. Nokkur fermingarbarnanna höfðu æft sig til að flytja tónlist, syngja og eitt barnanna flutti hugvekju um borgaralega fermingu frá sínu sjónarhorni. Berglind Agnarsdóttir flutti viðeigandi sögu og ræðu dagsins flutti Sigurður Ólafsson foreldri fermingarbarns. Við upphaf athafnarinnar og lok hennar fluttu Helga Sjöfn Hrólfsdóttir og Tryggvi Hermansson tónlist. Athöfnin einkenndist af hátíðleika og var hún virðuleg og tókst mjög vel. Mikil ánægja var með athöfnina og voru foreldrar og aðstandendur ánægð í lok dags.
Meðfylgjandi eru myndir úr athöfninni.





