Borgaraleg ferming á Fljótsdalshéraði fór fram 18. júní í skólanum á Hallormsstað og er þetta í annað sinn sem haldin er athöfn á Héraði. Í ár fermdust 6 börn og voru gestir um 170 sem fylltu salarkynni svo nokkrir þurftu að standa. Nokkur fermingarbarnanna höfðu æft sig til að flytja tónlist, syngja og eitt barnanna flutti hugvekju um borgaralega fermingu frá sínu sjónarhorni. Berglind Agnarsdóttir flutti viðeigandi sögu og ræðu dagsins flutti Sigurður Ólafsson foreldri fermingarbarns. Við upphaf athafnarinnar og lok hennar fluttu Helga Sjöfn Hrólfsdóttir og Tryggvi Hermansson tónlist. Athöfnin einkenndist af hátíðleika og var hún virðuleg og tókst mjög vel. Mikil ánægja var með athöfnina og voru foreldrar og aðstandendur ánægð í lok dags.

Meðfylgjandi eru myndir úr athöfninni.

Helga Sjöfn Hrólfsdóttir og Tryggvi Hermansson fluttu tónlist við upphaf athafnar.
Bjarni Jónsson, athafnastjóri Siðmenntar, stjórnaði athöfninni og flutti ávarp.
Dagur Már Óskarsson fermingarbarn (t.v) flytur Apache eftir Shadows á gítar ásamt móður bróður sínum
Ástrós Líf Helgadóttir og Saga Lind Sigurðardóttir fermingarbörn syngja vel valið lag.
Þórunn Valdís Þórsdóttir fermingarbarn ræðir um borgaralega fermingu út frá eigin sjónarhorni.
Berglind Agnarsdóttir sagnaþula flytur sögu í tilefni dagsins.

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

SÍMANÚMER
612-3295

OPNUNARTÍMI
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Símanúmer
612-3295

Skrifstofa
Túngata 14 / 101 Reykjavík

Opnunartími
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Netfang
sidmennt@sidmennt.is

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

Siðmennt á YouTube
youtube.com/user/SidmenntIsland

Close Menu
Translate »
×
×

Cart