Aðalfundur Siðmenntar var haldinn í gær 19. mars og var með hefðbundnu sniði.  Í ræðu formanns kom fram að margt jákvætt hefur átt sér stað í starfi Siðmenntar síðastliðið ár og ber einna hæst að félagið hóf athafnaþjónustu með sex athafnarstjórum sem stýra giftingum, nafngjöfum og útförum á veraldlegan máta.  Einnig varð félaginu talsvert ágengt í réttindabaráttu sinni og fékk mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78.

Ný stjórn var kjörin og skipa hana Hope Knútsson, Bjarni Jónsson, Svanur Sigurbjörnsson, Jóhann Björnsson og Steinar Harðarson.  Varamenn voru kosnir Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Sigurður Hólm Gunnarsson, Þorsteinn Kolbeinsson, Halldór Benediktsson og Karólína Geirsdóttir.   Árgjald fyrir 2009 var ákveðið kr 4000,- og er því óbreytt frá fyrra ári vegna efnahagsástandsins.  Félagsmenn í fjárhagserfiðleikum geta fengið helmingsafslátt af árgjaldinu og afslættir fyrir nema, lífeyrisþega og maka verða áfram í gildi.

Danival ToffoloFélaginu var gefin óvænt gjöf af félagsmanni.  Danival Toffolo og móðir hans gáfu Siðmennt kr. 60.000,- til styrktar starfsemi félagsins og vildu með því heiðra minningu Björgvins Brynjólfssonar, móðurbróður Danivals, en hann var heiðursfélagi Siðmenntar og einn af stofnfélögum félagsins.  Björgvin var mikil félagsmálafrömuður og verkalýðsleiðtogi á Skagaströnd og stofnaði m.a. Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK).   Siðmennt kann Danival og móður hans bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf til félagsins.

Siðmennt er í stöðugri sókn og fjöldi félaga jókst um 50% á síðasta ári.  Athafnaþjónustunni hefur verið mjög vel tekið og borgaraleg ferming stendur traustum fótum.

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

SÍMANÚMER
612-3295

OPNUNARTÍMI
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

UM SIÐMENNT

Siðrænn húmanismi
Siðmennt er félag siðrænna húmanista. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Athafnir
Siðmennt hefur á að skipa þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Trúfrelsi
Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram aðrar.

LÍFSSKOÐUN

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem var stofnað árið 1990.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði.

Hugtakið lífsskoðunarfélag (life stance organization) nær á alþjóðavísu yfir félög af bæði trúarlegri og veraldlegri sannfæringu og gerir ekki upp á milli þeirra.

Símanúmer
612-3295

Skrifstofa
Túngata 14 / 101 Reykjavík

Opnunartími
9:00-15:00 virka daga
Vinsamlegast hafið samband
símleiðis til að bóka viðtal
utan opnunartíma

Netfang
sidmennt@sidmennt.is

Siðmennt á Facebook
facebook.com/sidmennt

Siðmennt á YouTube
youtube.com/user/SidmenntIsland

Close Menu
Translate »
×
×

Cart