• Post Category:Fréttir

Það tilkynnist með miklu stolti að SAMT, trúlausi umræðuhópurinn innan veggja Siðmenntar, hefur verið veitt Freidenker verðlaun Atheist Alliance International (AAI) fyrir árið 2007. Verða þessi verðlaun veitt formlega á ársþingi AAI sem haldið verður 28. – 30. september í Crystal City í Virginia fylki Bandaríkjanna. Þingið ber yfirskriftina „Kristaltært trúleysi“.


2007_Freidenker_Award_SAMTSAMT, með aðstoð Siðmenntar, Skeptikusar, Vantrúar og AAI, hélt í fyrra alþjóðlegu ráðstefnuna Jákvæðar raddir trúleysis, þar sem umræðuefnið var trúleysi, húmanismi og frjáls hugsun. SAMT hlýtur þessu verðlaun fyrir að ”styrkja samfélag frjálsrar hugsunar í heiminum”. Sjá mynd