• Post Category:Fréttir

Stjórn Siðmenntar minnir á að námskeið vegna borgaralegrar fermingar 2005 hefjast í annarri viku janúarmánaðar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra fá nánari upplýsingar um námskeiðin sendar til sín með pósti undir lok desembermánaðar. Allar upplýsingar um námskeiðin verða einnig birtar hér á vefsíðu Siðmenntar fljótlega.