Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Stjórn Siðmenntar

Jóhann Björnsson
Formaður Siðmenntar
Kennslustjóri borgaralegrar fermingar
johann@sidmennt.is

Sigurður Hólm Gunnarsson
Varaformaður Siðmenntar
Fjölmiðlafulltrúi og vefstjóri
GSM: 898 7585
siggi@sidmennt.is

Steinar Harðarson
Gjaldkeri
og athafnarstjóri.
Sími: 588 4888
GSM: 695 0414
steinar@sidmennt.is

Steinunn Rögnvaldsdóttir
Ritari
steinunn@sidmennt.is

Hope Knútsson
Umsjón með borgaralegri fermingu
sími: 557 3734
hope@sidmennt.is

Varamenn:
Auður Sturludóttir
Bjarni Jónsson
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir
Hrafnkell Stefánsson
Inga Auðbjörg
Kristinn Theodórsson
Þorsteinn Örn Kolbeinsson

Framkvæmdastjóri:
Bjarni Jónsson
bjarni@sidmennt.is
Afgreiðsla beiðna um athafnir (nafngjöf, gifting (enska) og útför) er hjá framkvæmdarstjóra. (Frá 1. sept. 2015)
Netfang vegna pöntunar eða afgreiðslu athafna er athafnir@sidmennt.is

Svanur Sigurbjörnsson
Fagumsjón athafnaþjónustu:   athafnir@sidmennt.is
GSM: 896 3465
svanur@sidmennt.is

– Samkvæmt ákvörðun félagsmanna á aðalfundi 24. mars 2010, en þá var samþykkt lagabreyting þess efnis að fjöldi manna í varastjórn má vera allt að sjö í stað fimm áður.

Bréf til stjórnar félagsins:

———–

Um vefinn
Uppsetningu vefsins í WordPress umsýslukerfið og útlitslega aðlögun sniðmáts fyrir félagið sá Sigurður Hólm Gunnarsson um.  Merki félagsins er byggt á alþjóðamerki húmanista sem kallast hamingjusama manneskjan, en Svanur Sigurbjörnsson sá um að hanna sérstaka útgáfu af merkinu fyrir Siðmennt og var það tekið formlega í notkun í lok febrúar 2008.

Umsjónarmenn og vefstjórar síðunnar eru Sigurður Hólm Gunnarsson og Þorsteinn Kolbeinsson og er lesendum bent á að senda póst á siggi@sidmennt.is eða sidmennt@sidmennt.is ef þeir hafa einhverjar ábendingar um efni eða uppsetningu vefsins.

———–

Um Siðmennt

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi
Æsufelli 4 # 2F
111 Reykjavík

kt. 600290-1429
símar: 557-3734 og 567-7752
símbréf: 567-7752

Reikningur fyrir félagsgjöld og BF 2010:  0549-26-6002, kt 600290-1429.

Reikningur vegna athafnaþjónustu (nafngjafir, giftingar og útfarir): 0549-14-400841, kt 600290-1429

———–

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login