Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Stefnuyfirlýsing húmanista

Stefnuyfirlýsing húmanista*

 • Við styðjumst við skynsemi og vísindi til að öðlast skilning á alheiminum og viðfangsefnum samfélagsins.
 • Við hörmum allar þær tilraunir sem í gangi eru til að gera sem minnst úr mannlegri skynsemi og leita í staðinn skýringa og björgunar í yfirnáttúrulegum fyrirbærum.
 • Við erum þeirrar skoðunar að uppgötvanir í vísindum og nýjungar í tækni geti stuðlað að betra lífi.
 • Við styðjum opið, víðsýnt og fjölþætt samfélag og við teljum að lýðræði sé besti kosturinn til að vernda mannréttindi bæði gagnvart einræðissinnuðum forréttindahópum og umburðarlitlum fjöldahreyfingum.
 • Við styðjum aðskilnað ríkis og kirkju.
 • Við viljum efla listina að ná samkomulagi og sáttum og á þann hátt viljum við leysa ágreining og efla gagnkvæman skilning manna á meðal.
 • Við leitumst við að tryggja réttlæti og sanngirni og útrýma umburðarleysi og ofsóknum.
 • Við viljum hjálpa þeim sem eiga við fötlun eða sjúkdóma að stríða þannig að þau geti hjálpað sér sjálf.
 • Við reynum að yfirstíga skiptingu manna í fjandsamlega hópa sem hver um sig byggir tilvist sína á ákveðinni sérstöðu, til dæmis kynþætti, trúarbrögðum, kyni, þjóðerni, stétt, tungumálum eða kynhneigð og fá fólk úr ólíkum hópum til að vinna saman að málefnum sem eru til góðs fyrir mannkyn allt.
 • Við viljum standa vörð um verðmæti jarðarinnar og auka þau, að vernda þessi verðmæti fyrir kynslóðir framtíðarinnar og hindra allar óþarfa þjáningar annarra dýra.
 • Við viljum njóta lífsins sem við þekkjum núna og efla sköpunargáfu okkar sem allra mest.
 • Við viljum rækta sem best siðræn gildi okkar og okkar á meðal.
 • Við virðum réttinn til einkalífs. Fullorðið fólk á þar að hafa fullt frelsi til að velja og hafna, fylgja kynhneigð sinni að eigin vild, að eignast börn samkvæmt eigin ákvörðunum, að hafa aðgang að víðtækri og góðri heilbrigðisþjónustu og fá að deyja í reisn.
 • Við setjum traust okkar á almenn siðræn verðmæti: Tillitssemi, heiðarleika, drengskap, sannsögli, ábyrgð. Siðfræði húmanismans er ávallt lögð á mælistiku gagnrýnnar og upplýstrar hugsunar. Saman sköpum við tilteknar siðrænar reglur og við dæmum gildi þessara reglna eftir árangrinum.
 • Við leggjum mikla áherslu á siðmennt barna okkar. Við viljum efla skynsemi og samúð.
 • Við viljum efla listir engu minna en vísindi.
 • Við erum borgarar alheimsins og horfum með hrifningu á ný sannindi um eðli hans.
 • Við teljum að nýjar hugmyndir eigi að standast fræðilega rannsókn; að öðrum kosti vantreystum við þeim.
 • Við erum þeirrar skoðunar að húmanisminn sé raunhæfur valkostur við trúarbrögð örvæntingar og hugmyndafræði ofbeldis. Húmanisminn er uppspretta ríkrar persónulegrar reynslu og ánægju við að hjálpa öðrum.
 • Við veljum bjartsýni en ekki svartsýni, von en ekki örvæntingu, lærdóm en ekki kreddur, sannleika en ekki fáfræði, gleði en ekki sekt eða synd, umburðarlyndi en ekki ótta, ást en ekki hatur, samúð en ekki eigingirni, fegurð en ekki ljótleika og skynsemi en ekki blinda trú eða afneitun rökréttrar hugsunar.
 • Í nafni manngildisins viljum við standa vörð um og rækta allt það göfugasta og besta sem við getum greint.

________

*Hér er um að ræða þýðingu úr ensku á  stefnuyfirlýsingu húmanista.
Gísli Gunnarsson sá um þýðinguna. Hann lagði áherslu á að ná meiningu upprunalega textans fremur en að þýða hann orðréttan.

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login