Verið hjartanlega velkomin – hér er hægt að skrá sig í Siðmennt

Nú er hægt að skrá sig í lífsskoðunarfélagið Siðmennt hjá Þjóðskrá (www.skra.is). Þeir sem skrá sig í Siðmennt með þessum hætti þurfa ekki að greiða félagsgjöld því að félagið fær nú „sóknargjald“ fyrir hvern skráðan félaga (16 ára og eldri).

Einstaklingar geta þó áfram verið skráðir í Siðmennt án þess þó að vera skráðir formlega í lífsskoðunarfélagið hjá Þjóðskrá og greiða þá hefðbundið félagagjald (kr. 4.400 eða 2.200).  Viðkomandi fær þá greiðsluseðil sendann í heimabanka.  Sjá skráningarform neðst á þessari síðu.

Fyrir utan þessar tvær leiðir til að gerast félagsmaður geta þeir sem eru skráðir félagið gegnum Þjóðskrá einnig greitt „gamla“ félagsgjaldið sem sérstakt styrktargjald (viðbótargjald í þágu aukinnar uppbyggingar félagsins).  Formið hér að neðan má því einnig nota til að koma á framfæri ósk um að greiða slíkt styrktargjald (kr. 4.400 eða 2.200) samhliða skráningu hjá Þjóðskrá.

A. Pappírslausa rafræna leiðin (ný leið frá nóv 2013). (þarft nettengda tölvu, kennitölu og heimabanka)

  1. Fá sér lykilorð sem kallast „Íslykill“ á www.island.is  Þú þarft bara kennitöluna og aðgang að heimabanka því að íslykillinn er sendur þangað.  (Það er hægt að fá hann póstsentan þó). Í heimabankanum finnur þú íslykilinn undir „rafræn skjöl“. 
  2. Þegar þú ert komin með í Íslykil, skráir þú þig inn með honum hér á www.island.is og þá opnast síða á Þjóðskrá þar sem þú getur smellt á hlekk til að komast í skráningarformið sem er svo útfyllt með því að velja Siðmennt sem þitt félag.  Formið er svo sent með því að smella á viðeigandi hnapp.  Skráningin tekur gildi innan tveggja daga.

 

B. Gamla niðurhals-pappírs-leiðin.  (Þarft nettengda tölvu, prentara, ljósritun/skanna, umslag og frímerki).

  1. Fara á eyðublaðasíðu Þjóðskrár og niðurhala formi A-280 með því að hægri-smella á þennan langa hlekk ( Tilkynning til þjóðskrár um skráningu í trúfélag og lífsskoðunarfélag eða skráning utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga (16 ára og eldri)) og velja „Save link as“ til að vista formið á tölvunni þinni.   (eða hringja í Þjóðskrá s: 515 3500 og biðja um að fá það sent til þín). (Ekki vinstri-smella því að þá kemur upp villa).
  2. Opna pdf-formið í Adobe reader, fylla út, velja Siðmennt sem þitt félag og undirrita það eftir útprentun.
  3. Taka afrit/ljósrit af passanum/ökuskírteini þínu og senda það, ásamt forminu (A-280) til Þjóðskrár, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.

 

C. Skrá sig á staðnum. (þarft skilríki)

  1. Fara í afgreiðslu Þjóðskrár að Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, fylla þar út eyðublaðið og afhenda afgreiðslunni.  Muna þarf að taka með sér gild skilríki; passa eða ökuskírteini.

Deilir þú með okkur lífsskoðun húmanista? Ef þú telur þig deila sömu lífssýn með Siðmennt (sjá nánar í stefnuskrá Siðmenntar) og vilt stuðla að uppbyggingu góðra veraldlegra valkosta (t.d. veraldlegra athafna) fyrir þig og aðra í íslensku mannlífi, auk baráttu fyrir mannréttindum, vísindalegri þekkingarfræði og siðgæðum, þá ertu á réttum stað.

Siðmennt býður þig velkomna/inn að skrá þig í félagið.  Fólki, 18 ára og eldri er heimilt að skrá sig (16-17 ára með skriflegu leyfi foreldra).

Til gamans og fróðleiks má þreyja örstutt fjölvalspróf sem heitir „Ert þú húmanisti“ og sjá þar hvort að þínar lífsskoðanir um ákveðin mikilvæg efni eru í takt við hin viðteknu húmanísku viðmið.

Skráning fer fram með því að fylla út skráningarformið hér aðFrá 20 ára afmælisdegi Siðmenntar neðan.

Félagar í Siðmennt fá afslátt af þjónustu félagsins

Til viðbótar við hinn félagslega ávinning af því að vera félagi í Siðmennt fá félagar 5000 kr afslátt af athafnaþjónustu félagsins (nafngjafir, giftingar, heityrði, útfarir) ár hvert.   Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Félagar sem eiga börn í borgarlegri fermingu fá einnig afslátt fyrir þau.

Aðild fólks sem deilir lífsskoðunum með okkur í Siðmennt (sjá stefnuskrá), er ákaflega mikilvæg því sameinuð getum við áorkað mun meiru og byggt upp fleiri valkosti (t.d. athafnahús) fyrir húmaníska menningu og lífshætti.

Fréttapóstlisti Siðmenntar – það þarf að skrá sig sérstaklega

Félagar fá send fréttabréf gegnum netpóstlistann 2-4 sinnum á ári og fá einnig tilkynningar og fréttir frá mikilvægum viðburðum.  Því miður fær stjórn félagsins ekki netföng félagsmanna sem skrá sig beint hjá Þjóðskrá og því þarf að senda stjórninni póst á sidmennt(hjá)sidmennt.is og biðja um að láta skrá sig á fréttapóstlistann. Þessi netpóstlisti er ekki ætlaður fyrir skoðanaskipti eða fyrirspurnir.

Árgjöldin eru mikilvæg starfsemi Siðmenntar

Siðmennt nýtur ekki opinberra styrkja eða sóknargjaldakerfis og því skapa árgjöld félagsmanna fjárhagslegan grunn fyrir starfsemi félagsins.  Árgjald fyrir árið 2008-2010 var kr. 4000. Á aðalfundi félagsins 15. mars 2011 var ákveðið að hækka árgjaldið lítillega eða upp í kr. 4400,-.

Ljóst er að margt fólk á í erfiðleikum vegna efnahagsástands þjóðarinnar og því geta félagar fengið 50% afslátt af árgjaldinu þar til betur árar, sé þess óskað.  Áfram gildir að nemar, lífeyrisþegar og atvinnulausir geta fengið 50% afslátt og makar félaga 25% afslátt.

Skráning í Siðmennt utan Þjóðskrár

Það má skrá sig í félagið og greiða félagsgjald (kr. 4.400) án þess að vera skráður í það hjá Þjóðskrá.  Einnig má skrá sig til að greiða þetta gjald sem styrktargjald til viðbótar við „sóknargjaldið“ sem félagið fær með skráningu þinni hjá Þjóðskrá.
Með því að fylla út formið hér að neðan og senda félaginu með því að smella á hnappinn „Skrá mig í Siðmennt“ ertu búin(n) að koma beiðni þinni á framfæri við Siðmennt.  Vinsamlegast taktu fram í athugasemdaboxinu ef að þú ert að skrá þig til að greiða viðbótar-styrktargjald (og ert skráður hjá Þjóðskrá í félagið einnig).
Gjaldkeri félagsins mun senda þér svo bréf innan fárra daga á það netfang sem þú gefur upp og veita þér upplýsingar um framhaldið.  Bestu þakkir.

 

Skráning í Siðmennt - utan eða samhliða Þjóðskrá

Með því að fylla út formið hér að neðan og senda félaginu með því að smella á hnappinn "skrá mig í Siðmennt" ertu búin(n) að koma beiðni þinni á framfæri við Siðmennt. Þú færð svo bréf innan fárra daga á það netfang sem þú gefur upp til að veita þér upplýsingar um framhaldið.
  • Þetta form þarf ekki að fylla út og senda félaginu ef að þú hefur nú þegar skráð þig í Siðmennt hjá Þjóðskrá. Það er ætlað fyrir: A. Skráningu í félagið utan Þjóðskrár B. Skráningu styrktargjalds C. Skráningu á fréttapóstlista félagsins. Hér má skrá sig á fréttapóstlista félagsins hafi maður skráð sig hjá Þjóðskra í félagið því að skráning á listann er ekki sjálfkrafa.
    Fyrir þá sem eru að skrá sig sem greiðendur viðbótar-styrktargjalds skal haka í þessa reiti til að tilgreina upphæð styrksins (í samræmi við upphæð félagsgjalds) eða tilgreina upphæð í athugasemdaboxinu neðst. Bestu þakkir.

* Þeir sem gefa upp tölvupóstfang eru sjálfkrafa skráðir á fréttapóstlista Siðmenntar (fréttabréf send u.þ.b. 2-4 sinnum á ári) nema að annað sé valið á forminu. Auðvelt er að skrá sig af listanum aftur.
Ef þú átt í einhverjum vandræðum með að nota skráningarform Siðmenntar á netinu getur þú einnig skráð þig með því að senda tölvupóst.
Síðast uppfært 3. apríl 2014

Login