Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Skráning í Siðmennt

Verið hjartanlega velkomin – hér er hægt að skrá sig í Siðmennt

Nú er hægt að skrá sig í lífsskoðunarfélagið Siðmennt hjá Þjóðskrá (www.skra.is).

– Leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá
– Hvers vegna Siðmennt?
– Skráning í Siðmennt utan eða samhliða Þjóðskrá

Skráning leiðbeiningar„Sóknargjöld“ þeirra sem skrá sig í Siðmennt með þessum hætti renna til félagsins. Framlög ríkisins til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga miðast við fjölda einstaklinga í hverju skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi 1. desember ár hvert. Athugið að opinber gjöld þeirra sem standa utan félaga renna í ríkissjóð.

Einstaklingar geta þó áfram verið skráðir beint í Siðmennt óháð því hvort þeir eru skráðir formlega í lífsskoðunarfélagið hjá Þjóðskrá og greiða þá hefðbundið félagagjald (kr. 4.400 eða 2.200).  Viðkomandi fær þá greiðsluseðil sendan í heimabanka.  Sjá skráningarform neðst á þessari síðu.

Leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá

A. Pappírslausa rafræna leiðin (síðast uppfært í október 2014).

  1. Fá sér lykilorð sem kallast „Íslykill“ á www.island.is  Þú þarft bara kennitöluna og aðgang að heimabanka því að Íslykillinn er sendur þangað.  (Þó er einnig hægt að fá hann póstsendan). Í heimabankanum finnur þú Íslykilinn undir „rafræn skjöl“. 
  2. Þegar þú ert komin(n) með í Íslykil ferðu inn á vefsíðu Þjóðskrár Íslands (skra.is) og smellir þar á hnappinn „SKRÁÐU FLUTNING, SAMBÚÐ, NAFNGJÖF OG TRÚ- OG LÍFSSKOÐUNARFÉLAG INNSKRÁNING ER Í GEGNUM ÍSLAND.IS“.    Skráningin tekur gildi innan tveggja daga.

 

Sjá skýrar leiðbeiningar hér (þrjár mínútur):


 

B. Gamla niðurhals-pappírs-leiðin.

  1. Fara á eyðublaðasíðu Þjóðskrár og hlaða niður formi A-280 með því að hægri-smella á eyðublað A-280 og velja „Save link as“ til að vista formið á tölvunni þinni.   (ATH: ekki virðist alltaf hægt að nálgast eyðublaðið á netinu. Þá er best að hringja í Þjóðskrá s: 515 3500 og biðja um að fá eyðublaðið sent til sín í tölvupósti).
  2. Opna pdf-formið í Adobe reader, fylla út, velja Siðmennt sem þitt félag og undirrita skjalið eftir útprentun.
  3. Taka afrit/ljósrit af vegabréfi/ökuskírteini þínu og senda það, ásamt forminu (A-280) til Þjóðskrár, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.

C. Skrá sig á staðnum (skilríki nauðsynleg).

  1. Fara í afgreiðslu Þjóðskrár að Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, fylla þar út eyðublaðið og afhenda starfsmanni í afgreiðslu.  Muna þarf að taka með sér gild skilríki; vegabréf eða ökuskírteini.

Hvers vegna Siðmennt?

Ef þú telur þig deila lífssýn með Siðmennt hvetjum við þig til að skrá þig í félagið. Kynntu þér stefnu og markmið Siðmenntar með því að skoða:

– Stefnuskrá Siðmenntar
– Veraldlega og húmaníska athafnaþjónustu Siðmenntar
– Borgaralega fermingu Siðmenntar
– Baráttu Siðmenntar fyrir fullu trúfrelsi 

Frá 20 ára afmælisdegi Siðmenntar

Félagar í Siðmennt fá afslátt af þjónustu félagsins

Til viðbótar við hinn félagslega ávinning af því að vera félagi í Siðmennt fá félagar 5000 kr afslátt af athafnaþjónustu félagsins (nafngjafir, giftingar, heityrði, útfarir) ár hvert.   Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Félagar sem eiga börn í borgarlegri fermingu fá einnig afslátt fyrir þau. Ef annað foreldrið er félagi í Siðmennt fær fermingarbarn kr. 7500 afslátt af gjaldinu. Ef báðir foreldrar eru félagar, fær fermingarbarn kr.15.000 afslátt af gjaldinu.

Aðild fólks sem deilir lífsskoðunum með okkur í Siðmennt (sjá stefnuskrá), er ákaflega mikilvæg því sameinuð getum við áorkað mun meiru og byggt upp fleiri valkosti (t.d. athafnahús) fyrir húmaníska menningu og lífshætti.

Spjallhópur Siðmenntar á Facebook

Skráðir félagar í Siðmennt geta óskað eftir aðgangi að spjallhópi félagsins á Facebook þar sem hægt er að ræða allt sem tengist félaginu. Siðmennt hvetur alla félagsmenn til að skrá sig og taka þátt í umræðum. Sjá: Siðmenntarspjall.

Fréttapóstlisti Siðmenntar – það þarf að skrá sig sérstaklega

Félagar fá send fréttabréf gegnum netpóstlistann 2-4 sinnum á ári og fá einnig tilkynningar og fréttir af mikilvægum viðburðum.  Því miður fær stjórn félagsins ekki netföng félagsmanna sem skrá sig beint hjá Þjóðskrá og því þarf að senda stjórninni póst á sidmennt(hjá)sidmennt.is og biðja um að láta skrá sig á fréttapóstlistann. Þessi netpóstlisti er ekki ætlaður fyrir skoðanaskipti eða fyrirspurnir.


Skráning í Siðmennt – utan eða samhliða Þjóðskrá

Allir sem eru orðnir 18 ára geta skráð sig í Siðmennt beint og greitt  árgjald (kr. 4.400) óháð því hvort þeir eru skráðir í félagið hjá Þjóðskrá. Allir félagar eru jafngildir óháð því hvernig þeir eru skráðir í félagið (í gegnum Þjóðskrá, beint í gegnum Siðmennt eða bæði).

Við  hvetjum sem flesta til að skrá sig beint í Siðmennt og greiða árgjald.  Siðmennt er á móti sóknargjaldakerfinu og því mikilvægt að sem flestir sem vilja styðja Siðmennt skrái sig beint í félagið, greiði árgjald og tryggi þar með fjárhagslegan grundvöll félagsins óháð sóknargjaldakerfinu.  Árgjaldið er kr. 4400,-.

Ljóst er að margir eiga í erfiðleikum fjárhagslega og því geta félagar óskað eftir 50% afslætti af árgjaldinu þar til betur árar (Siðmennt spyr engra spurninga!).  Nemar, lífeyrisþegar og atvinnulausir geta einnig óskað eftir 50% afslætti og makar félaga 25% afslátt.

Með því að fylla út formið hér að neðan og senda félaginu með því að smella á hnappinn „Skrá mig í Siðmennt“ ertu búin(n) að koma beiðni þinni á framfæri við Siðmennt.

Vinsamlegast taktu fram í athugasemdaboxinu ef að þú ert einnig skráður í Siðmennt í gegnum Þjóðskrá.

Stjórnarmeðlimur mun senda þér svo bréf innan fárra daga á það netfang sem þú gefur upp og veita þér upplýsingar um framhaldið.  Bestu þakkir.

Skráning í Siðmennt - utan eða samhliða Þjóðskrá

  • Þetta form þarf ekki að fylla út og senda félaginu ef að þú hefur nú þegar skráð þig í Siðmennt hjá Þjóðskrá. Það er ætlað fyrir: A. Skráningu í félagið utan Þjóðskrár B. Skráningu styrktargjalds C. Skráningu á fréttapóstlista félagsins. Hér má skrá sig á fréttapóstlista félagsins hafi maður skráð sig hjá Þjóðskrá í félagið því að skráning á listann er ekki sjálfkrafa.
    Fyrir þá sem eru að skrá sig sem greiðendur viðbótar-styrktargjalds skal haka í þessa reiti til að tilgreina upphæð styrksins (í samræmi við upphæð félagsgjalds) eða tilgreina upphæð í athugasemdaboxinu neðst. Bestu þakkir.

* Þeir sem gefa upp tölvupóstfang eru sjálfkrafa skráðir á fréttapóstlista Siðmenntar (fréttabréf send u.þ.b. 2-4 sinnum á ári) nema að annað sé valið á forminu. Auðvelt er að skrá sig af listanum aftur.
Ef þú átt í einhverjum vandræðum með að nota skráningarform Siðmenntar á netinu getur þú einnig skráð þig með því að senda tölvupóst.

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login