Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Saga félagsins

Siðmennt var stofnað árið 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Fyrsta undirbúningsnámskeiðið fyrir borgaralega fermingu var haldið veturinn 1988-89 og var fyrsta fermingin haldin vorið 1989. Siðmennt var svo stofnað upp úr því árið 1990 og fullt heiti félagsins fram til ársins 2005 var: „Siðmennt – félag um borgaralegar athafnir“.  Frá stofnun þess hefur félagið haldið undirbúningsnámskeið og séð um borgaralegar fermingar ár hvert. Þegar þetta er skrifað (júní 2008) hafa um 1100 ungmenni fermst borgaralega og um 14000 manns verið viðstaddir athafnirnar.

Stjórn Siðmenntar vann að því strax við stofnun félagsins að kynna fyrir fólki hvernig hægt er að standa að borgaralegri útför þar sem fjölskylda hins látna sér sjálf um athöfnina. Fyrstu starfsárin (1990-1992) var saminn bæklingur um það efni og fóru fróðir menn um lög og reglur gaumgæfilega yfir efni hans. Nokkru síðar gaf félagið út bækling um borgaralega nafngjöf til að leiðbeina þeim sem ekki vildu láta skíra börn sín.   Markmið félagsins var jafnframt að koma á fót faglegri athafnaþjónustu í stíl við það sem tíðkast hefur í nokkra áratugi í nágrannalöndum okkar í Norður-Evrópu.  Það var loks í mars 2007 að fyrsta stóra skrefið var stigið í þessa átt með námskeiðshaldi sem stýrt var af umsjónarmanni í athafnaþjónustu norsku húmanistasamtakanna (Human Etisk Forbund) Baard Thalberg.  Námskeiðið stóð dagana 24-25. mars 2007 og miðaði sérstaklega að athafnarstjórnun við veraldlegar/húmanískar útfarir en nýttist jafnframt sem undirbúningur fyrir veraldlegar nafngjafir og giftingar.  Af þeim 10 þátttakendum sem luku námskeiðinu voru 6 athafnarstjórar sem endanlega hófu störf við athafnaþjónustu Siðmenntar sem formlega var hafin 29. maí 2008.

Fyrsta giftingin á vegum félagsins var haldin 22. september 2007 (athafnarstjóri Jóhann Björnsson), fyrsta útförin 9. maí 2008 (athafnarstjóri Svanur Sigurbjörnsson) og fyrsta nafngjöfin 28. maí 2008 (athafnarstjóri Bjarni Jónsson).  Um athafnir Siðmenntar gildir að þeim er lýst sem veraldlegum eða húmanískum frekar en borgaralegum því sú lýsing á frekar við um athafnir sem eru skipulagðar af borgurum utan félaga eða lagalegar athafnir eins og gifting hjá sýslumanni.  Ferming félagsins verður þó áfram kölluð borgaraleg af sögulegum ástæðum og vegna þess að þarna eru ungmenni sem ekki eru félagar í Siðmennt og kenna sig ekki við húmanisma frekar aðra lífsskoðun.  Nafngjöf á vegum félagsins er frekar kölluð veraldleg, en húmanísk því nafngjöfin felur ekki í sér skráningu í Siðmennt eða eyrnamerkingu á barninu sem fylgjandi einhverrar lífsskoðunar.  Siðmennt er alfarið á móti því að börn og unglingar séu skráð í lífsskoðunarfélög (þ.m.t. trúfélög) fyrir 16 ára aldur og tekur því ekki skráningu í félagið fyrir þann aldur.  Þess vegna er heldur ekki beðið um skráningu ungmenna í félagið fyrir borgaralega fermingu.  Hvorki veraldlegar nafngjafir né borgarlegar fermingar Siðmenntar innihalda játningar eða loforð um fylgislag við huglægan leiðtoga eða ákveðna sannfæringu líkt og tíðkast í kristnum fermingum.

Þann 3. maí 2013 var félagið skráð sem lögformlegt lífsskoðunarfélag samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi þann 30. janúar 2013.  Þetta var tilkynnt í móttöku innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar í innanríkisráðuneytinu við það tækifæri.  Í kjölfarið fær félagið „sóknargjöld“ fyrir alla félaga sína skráða hjá Þjóðskrá og eru 16 ára eða eldri. Athafnarstjórar félagsins fengu einnig réttindi til að vera lögformlegir vigslumenn við giftingar og þurfa hjónaefni því ekki lengur að fá vígslu hjá sýslumanni áður en þau leita til athafnaþjónustu félagsins.  Þetta hefur bætt mikið réttarstöðu Siðmenntar sem veraldlegt lífsskoðunarfélag og er nú komin á par við réttindi almennn trúfélög en enn er Þjóðkirkjan með ríkuleg sérréttindi bæði fjárhagslega og félagslega.

Félagið hefur gegnum árin gengist fyrir umræðufundum um ýmis mál er tengjast manngildisstefnu (siðrænum húmanisma) eða borgaralegum/veraldlegum athöfnum. Má þar nefna málefni sem lýst er í stefnuskrá félagsins, trúarbragðafræðslu í skólum, mannréttindi samkynhneigðra, trúarskoðanir Schuberts, um að taka dauðann í sátt, sorg og sorgarviðbrögð, hugsanlegt trúfélag trúlausra, um erlend félög siðrænna húmanista, jafnrétti lífsskoðunarfélaga, mannréttindabrot Íslamista, mannréttindabrot ríkisstjórna, kvenréttindi, verndun skóla frá trúboði o.fl.

Á aðalfundi Siðmenntar í febrúar 2005 urðu nokkur þáttaskil í sögu félagsins að því leyti að með nýjum lögum sem samþykkt voru á fundinum, var það skilgreint sem húmanískt félag og fullu nafni þess breytt í: Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi.  Einnig var ný stefna samþykkt, en hún var í samræmi við þau almennu siðferðisgildi sem alþjóðasamtök húmanista, International Humanist and Ethical Union (IHEU) samþykkti með yfirlýsingu á alþjóðaþingi sínu árið 2002 og kennd var við Amsterdam líkt og sú fyrsta frá 1952.

Á aðalfundi Siðmenntar í febrúar 2008 var lögum og stefnu félagsins breytt á þá leið að félagið skilgreindi sig sem lífsskoðunarfélag (enska: life stance organization), en sú skilgreining byggir á því að félagið fjalli um siðferði, þekkingarfræði (heimsmyndin og hverju við trúum) og félagslegar athafnir fjölskyldna, rétt eins og trúarleg lífsskoðunarfélög (trúfélög) gera jafnan.  Hugtakið lífsskoðunarfélag gerir ekki upp á milli félaga af veraldlegri eða trúarlegri sannfæringu og innifelur hvoru tveggja.  Siðmennt hefur frá lok árs 2005 borið fram lagatillögu til Alþingis þess efnis að hugtakið verði notað í lögum og að félagið fái skráningu hjá ríkinu eins og trúfélög hafa.

Siðmennt tekur ekki beina afstöðu í stjórnmálum og félagsmálum. Undantekning er þó ósk félagsins um jafna stöðu allra trúarbragða og lífsskoðana sem m.a. hlýtur að hafa í för með sér aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi.  Jafnframt hefur Siðmennt verið reglulegur umsagnaraðili hjá nefndasviði Alþingis en félagið er jafnan beðið um álit á lagafrumvörpum í vinnslu sem koma að mannréttindum eða siðferðilegum álitamálum líkt og lög um stöðu samkynhneigðra og rannsóknir á stofnfrumum.

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login